Fundargerðir


27.04.2011

Fundur 27.04.2011

Skeifan 2, Epal

Kl. 18:00 – 21:45

Allir mættir.

 

Guðríður Valgeirsdóttir sagði okkur frá beiðni frá búnaðarsambandi suðurlands sem spurði okkur hvort við vildum kynna íslenska fjárhundinn á þeirri sýningu.  Búvélasýning sem var haldin hjá Jötun vélum í fyrra.

Öllum líst vel á það.  Athuga hvort hægt er að hafa bás og jafnvel eitthvað fleira.  Guðríður hefur samband við hana og lætur okkur vita.

 

Bæklingur deildarinnar er enn í vinnslu en hann er nánast tilbúinn og Guðni Ágústsson gæti verið með hann á tölvutæku formi til að senda á okkur í stjórn.  Ágúst ætlar að kanna málið.

 

Stjórn skiptir með sér verkum og fer yfir stjórnarstörf síðasta árs með nýjum stjórnarmeðlimum.

 

Ágúst Ágústsson – Formaður

Rúnar Tryggvason - Ritari

Monika Karlsdóttir - Gjaldkeri

Helga Andrésdóttir– Meðstjórnandi

Unnur Sveinsdóttir– Meðstjórnandi

 

1.       Bréf sem var sent út til augnlækna (hrfí).  DÍF sendi út spurningar til dýralækna sem sinna augnskoðunum hér á landi og spurði hvort grundvöllur væri fyrir því að eftir vissan fjölda ára aldur hunds væri möguleiki á að augnskoðun gæti gilt út ævi hundsins.  Dýralæknar ráðlögðu að hafa það frekar 10 ár en bentu samt sem áður á áhættuna sem fylgir þessu.  Samþykkt að fara eftir ráðleggingu þeirra um að 10 ára aldurstakmark um lífstíðargildis tíma augnskoðunar.  Stjórnin mun hafa samband við HRFÍ og senda inn beiðni tengt þessu.   

 

2.       Ágúst Ágústsson talar um að halda 2 opna fundi á ári.  Sýna videó ásamt fleiru.  Okkur finnst öllum þörf á að vekja upp félagsandann í deildinni og gæti þetta verið ágætis byrjun á því starfi.  Það er möguleiki að Ágúst geti fengið salinn hjá Epal lánaðann og langar okkur að halda opið hús sem fyrst.  Ágúst athugar með salinn og lætur stjórn vita.

 

3.       Farið yfir nefndarstörf innan díf og ræddir möguleikar um fjölgun nefnda.  Básanefnd, sýninganefnd, skemmtinefnd.  Rætt nánar síðar en Unnur athugar áhuga hjá vissum einstaklingum með skemmtinefndina.

 

4.       Sýning.  Á þetta að vera opin eða deildarsýning?  Þurfum að finna einhverja hentuga staðsetningu.  Er möguleiki að halda þetta 1 – 2 júlí. Þarf að athuga kostnað við tjaldstæði/tjöld og fleira.  Rætt nánar á emaili eða næsta fundi.

 

5.       Díf þarf að fá fund með Lindu Björk sem fyrst útaf nýju heimasíðunni.  Sjá hver staðan er og hvenær væri hægt að koma henni í loftið.  Ágúst hefur samband við hana.

 

6.       Deildinni barst beiðni um undanþáguskráning á hundi sem býr út á landi.  Því miður eru ekki til nægilega mikil gögn um hunda í ættbók og allir óskráðir eins langt og ættir ná aftur. 

 

Fundi slitið 21:45