Fundargerðir


24.08.2011

Fundargerð 24.08.2011  kl. 20:00

Hlaðhamarar

 

Mættir eru Monika Karlsdóttir, Rúnar Tryggvason, Helga Andrésdóttir og Ágúst Ágústsson.  Unnur og Guðríður boðuðu forföll

 

 

1.       Undirskriftir stjórnarmeðlima vegna reikninga í Arion Banka

Gengið frá prókúru umboði á reikningum DÍF hjá Arion banka.  Monika Karlsdóttir gjaldkeri er með prókúru á reikningum DÍF hjá Arion banka og Landsbanka.

Þarf undirskrift frá 3 stjórnarmeðlimum.  Ágúst, Rúnar og Helga skrifa undir sem meirihluti stjórnar.

 

2.       Bikaramál vegna ágústsýningar

Unnur tók að sér að sjá um kaup á bikurum.  Það vantaði bikara fyrir BHT 1 og 2 fyrir ágúst sýninguna.  Á heimasíðu díf auglýstum við eftir ræktendum sem vildu gefa bikara á sýninguna.  Kirkjufells ræktun gefur 2 bikara í opna flokka (besta Tík og hundur).  Arnarstaða ræktun gefur í eldri hvolpaflokk (besti rakki og tík).

Dranga ræktun gefur yngri hvolpaflokk (besti tík og rakki).  Stjórn ræddi bikara kaup framtíðarinnar, sammála að gefa hvolpaflokkum og BHT 1 og 2.  Ákveðið að ræða með allri stjórn viðstaddri.

Monika nefndi möguleika á að kaupa myndaramma (gefa í hvolpaflokk) sem er hægt að merkja og svo setja í mynd.  Stjórn talar um þörfina á að gefa „eitthvað“ í hvolpaflokk. 

 

3.       Nýja heimasíðan (Linda)

Linda og Rúnar hafa unnið að því að finna nýjan hýsingar aðila fyrir heimasíðu DÍF.  Til að geta sett nýju heimasíðuna í loftið þarf meira og stærra gagnamagn hjá hýsingaraðila.  verð og fleira.  Síðan gæti dottið niður í allt að 2 sólarhringa á meðan nýja síðan fer í loftið.

 

4.       Nýr ljósmyndari á sýningum, Elísabet Vilmarsdóttir

Ágúst talaði við Elísabeti um að ljósmynda á sýningunni.  Hún ætlar að prófa að taka myndir á sýningunni núna.  Ágúst hefur séð um þetta seinustu 8-9 ár og þarf að fá pásu.  Ágúst talar um að við þurfum endilega að halda þessu starfi áfram og hann ætlar að aðstoða hana á næstu sýningu og leiða hana í gegnum þetta. 

 

5.       ISIC Skýrslan?

Helga hefur séð um skýrsluna seinustu ár og tekur að sér verkið aftur. 

 

6.       Skuld við ISIC vegna auglýsingu í herding blaðinu USA.

Monika gengur frá skuld þegar prókúruskiptin ganga í gegn. 

 

7.       Sýningarbás

Rætt um að færa þetta úr höndum stjórnar og gera „básanefnd“.  Finna 2 aðila til að sjá um þetta fyrir næstu sýningar.

Deildin fær básinn á föstudagskvöld, Gústi og Hafþór ætla að  vera þarna og sjá um básinn um morguninn.

 

8.       Opið hús með Guðrúnu Guðjóns. (dómaranemar)?

Halda það í lok september.  Hafa samband við Þorstein Th. til að koma henni á fundinn.  Spurning um að bjóða öllum dómaranemunum að koma og hlusta á hana á fundinum.  Stjórn sammála um að hafa samband og bjóða nemunum að koma.  Getum notað salinn hjá Poulsen eins og á seinasta opna fundi.  Auglýsum fundinn vel þegar það er komin föst dagsetning á fundinn.  Rætt nánar á emaili.

 

9.       Dagatalsmyndir

Ágúst Ágústsson og Matthías Arngrímsson eru í dagatalsnefnd

Þarf að setja inn auglýsingu á dif.is.  Verður gert á næstu dögum.

Helga býður sig fram sem þriðja aðila í dagatalsnefnd.  Samþykkt.

 

10.   Hvolpaauglýsingar, hvað á að standa og hvað ekki?

Ákveðið að ræða þetta þegar öll stjórn er viðstödd. 

Spurning um hvort er hægt að umorða heilsuniðurstöður þannig að útkoma líti ekki illa út.  Auglýsing sem er á hvolpalistanum er með „cataract í hægra hauga, (ekki arfgengt)“.  Erlendir aðilar sem heimasækja síðuna gætu misskilið þetta og haldið þetta vera arfgengur cataract.

Eins þarf líka að ræða hvort eigi að tilkynna um hvort got sé parað samkvæmt tillögu ræktunarráðs.  Rætt síðar eða á emaili

 

11.   Önnur mál?

Ræktunarstefnan á síðunni.  Gildistími verður framlengdur til 01.11.2011 á meðan stjórn ræðir hvort þurfi að breyta, umorða betur eða láta hann vera óbreyttan.  Rætt á næsta fundi

 

 

Fundi lokið klukkan  22:00