Fundargerðir


02.05.2012

 

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins

Miðvikudagur 2. Maí 2012
klukkan 20:00 að Hlaðhömrum 42, Reykjavík.

Mættir eru:
Ágúst Ágústsson
Rúnar Tryggvason
Unnur Sveinsdóttir
Helga Andrésdóttir
Linda Björk Jónsdóttir.

1.       Stjórnarskipan
Formaður - Ágúst Ágústsson
Ritari – Linda Björk Jónsdóttir
Gjaldkeri – Rúnar Tryggvason
Unnur Sveinsdóttir – meðstjórnandi
Helga Andrésdóttir - meðstjórnandi

2.       Fulltrúaráðsfundur 25 apríl
Á fundinum var nýr bæklingur kynntur sem heitir „Sámur, komdu…“
Ágúst kynnir bæklinginn og hvernig varð til sú hugmynd að gera hann.
Sveitadagar á Selfossi kom í framhaldi að því.
Rætt um að hafa samband við þá sem sjá um hátíðina og athuga hvort þeir vilji fá hunda á þessa sýningu. Ágúst tekur það að sér.
Talað var um á fundinum að HRFÍ ætlaði að gefa CD með ættbókum með fræðsluefni fyrir nýja hundaeigendur. Það var einnig rætt um húsnæði fyrir næstu hundasýningu, ákveðið hefur verið að næsta sýning verði í verslunarsvæði í Korputorgi. Rætt um kosti þess og galla að vera í húsnæði í Reykjavík eða á landsbyggðinni.
Aðalfundur HRFI er á Grand hótel 23 maí - kl 20:00

3.       Uppgjör vegna reikninga HRFI  v. Deildarsýningar 14. Jan.
Reikningar hafa verið sendir til HRFÍ.

4.       Myndir af stjórnarmeðlimum inn á heimasíðu DIF.
Ákveðið að setja inn myndir af meðlimum inn á dif.is - Linda tekur það að sér.

5.       Önnur mál

§  Ræktunarmarkmiðið rætt, talað um að endurvekja nefndina sem var stofnuð í kringum breytingu markmiðsins. Vegna þess að nú er hægt að fá ræktunarmarkmiðið samþykkt aftur vegna þess að nú eru 5 ár liðin síðan ræktunarmarkmiði var breytt.

§  Kynningabæklingur DIF – það þarf að koma honum inn á þessu ári. Ágúst ætlar að senda stjórninni afrit af bæklingnum. Mikilvægt að hafa eitthvað til að afhenda fólki sem hafa  áhuga á tegundinni.
Rætt um tungumál fyrir bæklinginn, hvort það eigi að hafa þetta á bæði ensku og íslensku í sama bækling eða hafa sinn hvorn bæklinginn.

§  Ákveðið að byrja stjórnarfundi á að lesa fundargerð síðasta fundar.

§  Talað um innflutning hunda? Af hverju ætti að gera það? Kostir og gallar?

§  Undaneldisrakkar.

o   hugmynd frá Lindu og Þorsteini Th. setja inn myndaalbúm á facebook sem gæti verið kallað „rakkar“  þar væru myndir af íslenskum fjárhundsrökkum .
 Vel tekið í hugmyndina.

o   Unnur leggur til að semja við einhvern dýraspítala um að allir ættbókafærðir hundar með ættbók hjá HRFÍ fái afslátt af HD myndatöku.

o   Lagt til að deildin sæki um styrki til að nota til að auka fjölda undaneldisrakka
t.d fría augnskoðun, rætt um styrki sem áður hafa verið veittir.

o   Lagt til að senda bréf á ræktendur og hvetja þá til að ýta á hvolpakaupendur til að láta heilbrigðs skoða hunda.

o   Rætt um að tala við HRFI og reyna að fá undanþágu undan reglunni að eigandi þurfi að vera skráður félagsmaður HRFÍ til að láta augnskoða hund.  

o   Talað um hafa samband við einhvern upp á að lengja augnskoðunartímabilið.
Unnur leggur til að Helga og Gústi hafi samband við ISIC nefndina.

o   Talað um ágæti augnskoðana. Hvort það sé verið að skapa nýtt vandamál með því að hafa augnskoðun sem skilyrði.  Unnur segir það takmarka fjölda unndaneldisdýra með því að fólk sé ekki á því að fara með dýrin í heilbrigðisskoðun bæði vegna kostnaðar og áhugaleysi um ræktun. 

§  Vefsíðan.

o   Kynna vefsíðuna – halda opið hús og kynna hvaða „fídusa“ vefsíðan hefur upp á að bjóða.

o   Talað um að reyna að finna hlýlegra húsnæði heldur en skrifstofu HRFI fyrir
„opin hús“ og aðra hittinga hjá deildinni.

o   Stefna að því að hafa opið hús fyrir sumarfrí. Enda maí – byrjun júní.

o   Bæta inn á vefsíðuna  takka með öllum augnskoðuðum og mjaðmamynduðum hundum.

o   Rætt um hvenær sé viðeigandi aldur fyrir óselda hvolpa á hvolpalistanum að vera færðir yfir á „í leit að heimili“,
ákveðið að viðeigandi aldur sé 6-8 mánaða – eftir aðstæðum.

§  Starfsfólk á sýningu.

o   Fá nánari upplýsingar um starfsfólk sem deildin þarf að útvega fyrir næstu sýningu.

o   Setja á heimasíðuna upplýsingar um að við þurfum að manna sýninguna og óska eftir fólki sem er tilbúið að hjálpa.

Fundi slitið 22:56

Linda Björk Jónsdóttir