Fundargerðir


30.08.2012

 

 Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins

Fimmtudagur 30. Ágúst 2012
klukkan 20:30 að Hlaðhömrum 42, Reykjavík.

Mættir eru:

Ágúst Ágústsson - formaður
Rúnar Tryggvason – gjaldkeri
Linda Björk Jónsdóttir - ritari
Unnur Sveinsdóttir
Helga Andrésdóttir
Guðríður Valgeirsdóttir – tengiliður HRFÍ

Umsókn um deildarsýningu fyrir árið 2013

Ágúst hefur útbúið umsókn fyrir deildarsýningu DÍF 2013 sem hann ætlar að senda HRFÍ fyrir 1. sept.  

Talað um að reyna að fá styrki frá fyrirtækjum fyrir ýmislegt svo sem sýningaskrá, sýninganúmer og verðlaunagripi . Verslunin Bendir hefur gefið bikara og hefur áhuga á að styrkja okkur aftur.

Bikarasjóður er nýtt á nálinni samkvæmt því sem Ágúst talar um, þar sem almenningur getur sett inn upphæð að eigin vali. Peningurinn sem safnast er svo notaður í að kaupa verðlaunagripi fyrir sýningar. Þetta er að fyrirmynd annara deilda HRFÍ og hefur vegnast vel samkvæmt Ágústi.  

Pörunarbeiðni Agnes Einarsdóttir- Stokk Sels Verðandi Skuld

Talað um að finna hunda sem gætu passað næstu daga og vera í tölvupóstsamskiptum.

Litir íslenska fjárhundsins á vefsíðu DÍF

Talað um hvernig við eigum að snúa okkur í því að birta liti íslenska fjárhundsins á vefsíðu deildarinnar.  
Stjórnarmenn hafa sérstakar áhyggjur af því að sé verið að selja íslenska fjárhundshvolpa frá ræktendum sem segja hvolpana bera ákveðinn lit – en það sé svo ekki réttur litur heldur um sé að ræða lit sem ekki er talinn viðurkenndur samkvæmt ræktunarmarkiði.

Ýmsar hugmyndir komu upp hvernig deildin eigi að snúa sér í þessu. Ekki talið gæfulegt að birta myndir   sem sýna hunda sem eru enn lifandi eða í eigu stjórnarmanna. Engin samstaða með neina ákveðna hugmynd. Málið er enn óleist.

Bæklingur

Linda heldur áfram með bækling og verður tilbúin með sýnishorn næst þegar stjórn kemur saman.

Reikningar frá deildarsýningunni 2012

HRFÍ telur sig ekki hafa móttekið allar kvittanir og reikninga sem við koma deildarsýningu DÍF 2012. Rúnar gjaldkeri hefur þó sent öll gögn upp á skrifstofu og ætlar að hafa samband við skrifstofu aftur til að kanna hvort þetta liggi ekki einhverstaðar. Ef svo er ekki og gögnin eru týnd þá telur Rúnar hann eigi mögulega afrit af einhverjum þessa gagna á rafrænu formi.

Önnur mál

Ágúst leggur til að taka eigi DNA af öllum hvolpum sem fæðast. Þetta sé gott fyrir framtíðina að eiga sýni í gagnabanka og einnig sé hægt að sanna bakgrunn fæddra hvolpa ef vafamál koma upp.

Þetta eykur þó kostnað fyrir hvern og einn ræktanda um 6 þúsund kr. á hvolp. En innifalið í því sé þjónusta ef á henni þarf að halda auk skráningu í gagnagrunn.

Rætt um að þetta verði mögulega til þess að ræktendur sleppi því að skrá gotin sín vegna aukins kostnaðar, þar sem nú þegar eru reglur um kostnaðarsamar dýralækna-skoðanir fyrir pörun.
(mjaðmamyndir og augnskoðanir. )
Ágúst bendir á þann möguleika að sækja um styrki til að fjármagna þetta verkefni, en Unnur bendir á að styrkir séu aðeins ákveðin upphæð sem klárist einn daginn og þá þurfi ræktendur að fara að borga þetta úr eigin vasa.

Hugmynd um að hvetja eigendur íslenskra fjárhunda að láta taka lífsýni úr hundum sínum og láta skrá í gagnagrunn, en það yrði valfrjálst.

Samskipti

Linda biður um að það sé ekki verið að setja inn skilaboð á samskiptavefi á borð við facebook þar sem undir  er skrifað „stjórnin“ án þess að allir séu upplýstir um málið. Stjórnarmenn sammála þessu. 

Titill fyrir fjáreðlispróf

Eftirfarandi fyrirspurn barst frá Önnu Jónsdóttur.

“Mig langaði að forvitnast hvort deildin ætli að sækja um að Íslenskir fjárhundar sem standast fjárhunda eðlispróf fái auðkennið HIT fyrir aftan nafnið sitt eins og fjár- og hjarðhundadeildin hefur fengið í gegn hjá HRFÍ?

Kveðja, Anna eldeyjar@gmail.com

Stjórnarmenn ákveða að fá frekari kynningu á fjárhunda eðlisprófi áður en ákvörðun er tekin. Ákveðið að kanna möguleikann á að halda fjáreðlispróf fyrir íslenska fjárhunda. Einnig hvort möguleiki sé að fá kynningu á slíku prófi á opnu húsi sem deildin stefnir á að halda.
Guðríður tekur að sér að tala við Guðrúnu Sigurðardóttir varðandi málið.  

Opið hús

Rætt um að halda opið hús og bjóða deildarmönnum. Hugmynd komin að fá kynningu eins og áður sagði á fjáreðlisprófi fyrir íslenska fjárhunda. Talað um að hafa opið hús í september/október 2012.

Vefsíðan

Ákveðið að setja möguleika á vefsíðuna þar sem hægt er að skrá sig á póstlista deildarinnar.
Linda setur póstlista möguleika inn á vefsíðuna.

Fundi slitið kl:23:00
Linda Björk Jónsdóttir, ritari