Fundargerðir


15.11.2012

 Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins

Fimmtudagur 15. Nóvember 2012
kl: 20:00 að Rafstöðvarvegi 33, Reykjavík.

Mættir eru:

Ágúst Ágústsson - formaður
Rúnar Tryggvason – gjaldkeri
Linda Björk Jónsdóttir - ritari
Unnur Sveinsdóttir
Helga Andrésdóttir
Guðríður Valgeirsdóttir – tengiliður HRFÍ

Úr fundargerð síðan 29.08.2012

Titill fyrir fjáreðlispróf

Eftirfarandi fyrirspurn barst frá Önnu Jónsdóttur.

“Mig langaði að forvitnast hvort deildin ætli að sækja um að Íslenskir fjárhundar sem standast fjárhunda eðlispróf fái auðkennið HIT fyrir aftan nafnið sitt eins og fjár- og hjarðhundadeildin hefur fengið í gegn hjá HRFÍ?

Kveðja, Anna eldeyjar@gmail.com

Stjórnarmenn ákveða að fá frekari kynningu á fjárhunda eðlisprófi áður en ákvörðun er tekin. Ákveðið að kanna möguleikann á að halda fjáreðlispróf fyrir íslenska fjárhunda. Einnig hvort möguleiki sé að fá kynningu á slíku prófi á opnu húsi sem deildin stefnir á að halda.
Guðríður tekur að sér að tala við Guðrúnu Sigurðardóttir varðandi málið. 

Rætt um hvort það sé ekki sniðugt að sækja um titil eins og hugmynd hefur komið upp. Samþykkt að sækja um titilinn HITT til HRFÍ fyrir íslenskan fjárhund.

Bikaramál
Bikarar fyrir nóvember-sýninguna – núþegar hafa safnast bikarar fyrir alla flokka nema fyrir opinn flokk og meistaraflokk.

Pörunarbeiðni
Agnes Einarsdóttir- Stokk Sels Verðandi Skuld – eigandi ákvað að hætta við að para tíkina að svo stöddu.

Auglýsingar fyrir dagatal 2013

Einn borði er enn óseldur fyrir auglýsingu í dagatalinu 2013. Ekki hefur gengið nægilega vel að fá auglýsingar í dagatalið.

Ágúst leggur til að setja auglýsingu sem auglýsir nælurnar hans Ágústs og DÍF myndi fá 30% andvirði af seldum nælum ef ekki takist að selja þetta síðasta pláss.

Rætt um að HRFÍ skuldi DÍF fyrir auglýsingu í dagatal deildarinnar fyrri ára. Rúnar ætlar að skoða málið.

 

1.        Bæklingur

Rætt um tillögur af bæklingi fyrir íslenskan fjárhund, bæklingurinn kominn vel af stað. Texti sem nú þegar hefur verið settur saman er samþykktur af stjórnarmönnum. Vinnan heldur áfram.

2.        Væntanleg got

Í kjölfarið af fyrirspurn frá Ragnhildi Sigurðardóttir um að bæta við möguleikanum á að ræktendur geti sett inn „væntanleg got“. Umræður um kosti þess og galla. Ákveðið að bæta ekki inn möguleikanum á vefsíðuna.

3.        Deildarsýning 2013

Umræður um hvort eigi að hafa deildarsýningu á hverju ár eða annað hvert ár. Skipts á skoðunum. Umræður um hvar sé heppilegur staður fyrir deildarsýninguna 2013. Sumir deildarmeðlimir ekki hrifnir af því að halda sýninguna í Korputorgi eins og áður hefur verið gert þó það hafi auðvitað sína kosti, því þar er frítt húsnæði.
Rætt um hvort ekki sé kominn tími á útisýningu fyrir deild íslenska fjárhundsins. Allir stjórnarmenn taka vel í það.  

Rætt um hvort DÍF eigi að fjárfesta í partý tjaldi.

Ákveðið að stefna á deildarsýningu 13  -14 júlí 2013.
Hugmynd um að endurtaka leikinn í Úthlíð.
Hugmyndir um að nota einhverjar hugmyndir frá TRÆF í DK til að bæta við dagskránna ef útileguhelgi með hundasýningu yrði haldin. Þar eru t.d innkalls-keppnir, hundafimi keppnir, barn & hundur, sameiginlegur kvöldverður og fleira.

 

4.        Önnur mál.

Greinagerð

Guðríður nefnir greinagerð DÍF til HRFI, sem farið var fram á í kjölfar viðtals við Ágúst í fjölmiðlum um m.a útrýmingarhættu íslenska fjárhundsins og ættbókaskráningar HRFÍ  á fundi stjórnar DÍF með HRFÍ þann 31. Október 2012.  

Ágúst segist ekki hafa samþykkt að gera greinargerð og honum finnst hafa verið rangt af málinu staðið. Hann hefði viljað láta kalla sig á fund, eða einstaklingur frá HRFI talað við hann persónulega en ekki svona.

Ágúst spyr Guðríði hvort hún hafi beðið að þetta yrði tekið fyrir hjá HRFÍ, eitthver hafi sent inn ábendingu  – Guðríður bregst við og segist ekki hafa tilkynnt málið. Þá veltir Ágúst fram þeirri spurningu hver hafi tilkynnt málið. Hún er ósátt við ásakanir að hálfu Ágústs.  Segist hafa verið í fríi í Noregi og heyrt fyrst um málið þegar henni barst tölvupóstur frá Jónu Th. Viðarsdóttur, formanni HRFÍ sem hún sendi á stjórn DÍF . Unnur, Linda og Helga  sammála Guðríði að samþykkt hafi verið að senda fyrrnefnda greinagerð. Rúnar var fjarverandi.

Ágúst fellst á að skrifa greinagerð til HRFÍ í eigin nafni, segist taka einn ábyrgð á þessu máli. Hann samþykkir að senda með útskýringu á því hvers vegna þessu hafi verið háttað svo að greinagerð komi aðeins frá formanni í stað allri stjórn DÍF.  

Fundargerð frá ISIC

Guðríður spyr af hverju nafn Ágústs sé ekki á fundargerð eftir formannafund ISIC  – Heitar umræður sköpuðust um málið og Ágúst sagði Guðríði að henni kæmi málið ekkert við. Hann segist hafa þurft að sinna persónulegum erindum í 1 og hálfa klukkustund á meðan fundinum stóð.

Linda spyr hvort ekki þurfi fundarsamþykkt um það hvaða stjórnarmeðlimir fari á ISIC ráðstefnuna. Ágúst, Rúnar og Helga segja það hafi verið rætt á fundi. Unnur og Linda virðast hafa misst af því.

Unnur spyr hvort nauðsynlegt sé að senda 2 einstaklinga á hverju ári á ISIC. Helga og Ágúst útskýra málið og segja það vera æskilegt þar sem skipt sé niður í 2 hópa. Formannahóp og ræktunarhóp.

Unnur talar um hvort það sé ekki hægt að funda á netinu í gegnum t.d skype. Ágúst og Helga segja það oft hafa verið rætt á fundum en það ekki hafa verið prufað. Fleiri hugmyndir um ráðstefnu ISIC og spáð í hvort ekki nægi að funda annað hvert ár.

Heilsufarskröfur fyrir ræktun.

Nýlega hefur heilsufarskröfum verið breytt víða á Norðurlöndnum fyrir íslenskan fjárhund. Dæmi um það er augnskoðun í Danmörku sem hefur verið skylda undanfarin ár. Hefur orðið breyting þar á og nú mælir danski ísl. fjárhundaklúbburinn einungis með augnskoðun. Rætt um hvort það sé nauðsynlegt að hafa augnskoðun sem skildu, og ef svo sé hvort það sé þá ekki möguleiki á að lengja gildistíma augnskoðana. Samþykkt að kanna málið hjá HRFÍ.

Fundi slitið 22:50
Linda Björk Jónsdóttir, ritari DÍF