Fundargerðir


24.01.2013

 Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins

Fimmtudagur 24. Janúar 2013
kl: 20:00 að Hlaðhömrum 42, Reykjavík.

Mættir eru:

Ágúst Ágústsson - formaður
Rúnar Tryggvason – gjaldkeri
Linda Björk Jónsdóttir - ritari
Unnur Sveinsdóttir
Helga Andrésdóttir
Guðríður Valgeirsdóttir – tengiliður HRFÍ

 

1. Deildarsýning

Rætt um dómarahugmyndir.  Unnur stingur upp á því að fá fólk í sýninganefnd.

Talað um að festa dómara fyrir sýningu 2013 & 2014 sem fyrst til að hægt sé að festa dagsetningu fyrir sýningu. Einnig bóka dómara fyrir næsta ár fljótlega.

Bréf barst frá Þórhildi Bjartmarz þar se hún lýsti hugmynd sinni um fjórðungsmót fyrir íslenskan fjárhund. Vel tekið í hugmyndina. Unnur stingur upp á Þórhildi í sýninganefnd. Rætt um landsvæði undir atburð eins og þennan, aðstöðu og annað. Ákveðið að ræða við aðila á viðeigand stöðum til að kanna hvernig landi liggur fyrir atburð sem þennan.

2. Fjáreðlispróf

Rætt um að það sé verið að samræma fjáreðlismat innan ISIC. Samþykkt að endurskoða samþykkt síðasta fundar um að sækja um titil fyrir smalaeðlismat. Rætt að halda kynningu á fjáreðlismati fyrir íslenskan fjárhund eins og hugmynd kom upp þegar Guðrún S. Sigurðardóttir kynnti matið.

3. Kynningarbæklingur um íslenskan fjárhund

Talað um að halda áfram með vinnu á bæklingnum sem nú þegar er komin vel af stað.

4. Ýmsar fyrirspurnir

Fyrirspurn frá Þorsteini Thorsteinson

Þorsteinn sem nú er í dómaranámi hjá HRFÍ biður um stuðning DÍF um beiðni hans til dómaranefndar að verða einungis dómari á 1 tegund; íslenskan fjárhund en ekki 5 tegundir eins og dómaranám HRFÍ leggur upp með.
Einróma samþykkt að Þorsteinn Th. hafi stuðning DÍF.

Fyrirspurn frá Ingibjörgu Ingu Ásmundsdóttur

Ingibjörg stundar nám í Búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og er að gera BS verkefni sem byggist á atferlisprófi á Íslenska Fjárhundinum og óskar eftir því að fá netfangalista eigenda íslenskra fjárhunda
-Þar sem deildin hefur ekki leyfi til að dreifa netfangalista er samþykkt að auglýsa verkefnið á vefsíðu félagsins og á facebook þar sem áhugasamir um verkefnið geta haft samband við hana.

Fyrirspurn frá Guðna Ágústssyni

Guðni sendir fyrirspurn um hvort standi til að birta niðurstöður úr dálknum „reccomendation „ í lathunden á rakkalistanum. (þar sem fram kemur hvað hver hundur mundi gera fyrir stofninn væri hann notaður með tilliti til erfðabreytileika)   
Ákveðið að byrja á því að setja ISIC skýrsluna fyrir 2012 á vefsíðuna þar sem þessi listi birtist.

Bréf frá Birnu Kristínu Baldursdóttur

Boð frá Norræna genabankanum um að taka þátt í genarannsókn. Samþykkt að þyggja boðið. Ákveðið að velja 20-25 hunda með ólíkan bakgrunn og hafa samband við eigendur.

 

5. Aðalfundur

Ákveðið að halda aðalfund 3.apríl 2013 og auglýsa hann sem fyrst.

 

Önnur mál

Augnskoðun.

Ákveðið að seta útskýringar á vefsíðuna um augnsjúkdóma sem finnast í tegundinni.

Ákveðið að senda inn erindi til HRFÍ og byðja um lengingu gildistíma fyrir augnvottorð.

Rakkar í augnskoðun.

Stefnt á að leita uppi karlhunda á landsbyggðinni og ýta á eigendur að fara með þá í augnskoðun. Sérstaklega þar sem það verður augnskoðun í boði á Akureyri í mars 2013.

Tenglar á vefsíðu deildarinnar; áhugafólk um íslenska fjárhunda.

Samþykkt að prufa þennan möguleika, t.d vefsíður deildarmeðlima.

 

Fundi slitið 22:30

Linda Björk Jónsdóttir, ritari DÍF