Fundargerðir


27.08.2013

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins

Þriðjudagur 27. ágúst 2013
kl: 18:00 – Skrifstofa HRFÍ

Mættir eru:
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir – formaður
Rúnar Tryggvason – gjaldkeri
Linda Björk Jónsdóttir – ritari
Helga Andrésdóttir
Þorsteinn Thorsteinson – tengiliður HRFÍ

 

1.       Úr fundargerð síðasta fundar

Skuld HRFÍ við ISIC.
Reikningur sem HRFÍ hefur skuldað ISIC um nokkurn tíma hefur verið greiddur.

Genarannsókn á íslenskum fjárhundum.
Ákveðið að hafa samband við Helgu Finnsdóttir dýralækni til að kanna hversu margir hundar hafa núþegar mætt í blóðprufur til hennar, einnig þakka henni fyrir aðstoðina sem hún hefur veitt deildinni bæði vegna erfðarannsóknarinnar og  að vera dýralæknir deildarsýningarinnar án endurgjalds.

2.       Uppgjör deildarsýningar 13. Júlí 2013
Allir sammála um að sýningin heppnaðist mjög vel og var niðurstaða úr uppgjöri sú að tap af deildarsýningunni var -19.731 kr.

3.       Dagatalið 2014
Deildin hefur keypt strikamerki sem mun auka markaðsmöguleika dagatalsins. Stefnt er á að kanna hvort verslanir séu tilbúnar að taka dagatalið í sölu.
Ákveðið að stefna að útgáfu dagatalsins 2015 fyrr  næsta árs þar sem það eykur líkur á sölu þess í verslunum.
Samþykkt að verð fyrir auglýsingar verði það sama og síðasta ár
þ.e. hálfur borði: 33 þúsund / heill borði: 66 þúsund.

Rætt um fjölda dagatala sem auglýsendur fá fyrir keypta auglýsingu. Núverandi fyrirkomulag er þannig að fyrir hverja keypta auglýsingu fá kaupendur:
hálfur borði = 50 dagatöl / heill borði 100 dagatöl.
Rætt um að gefa fyrirtækjum val hvort þeir fái dagatölin eða ekki.
Ákveðið að upplag ársins 2014 verði 1800 dagatöl.

4.       Upplýsingar úr vinnuprófum á vefsíðu DÍF
Rætt hvort möguleiki sé að birta niðurstöður úr vinnuprófum inn á vefsíðu deildarinnar.
Ákveðið að Rúnar Tryggvason og Monika D. Karlsdóttir safni upplýsingum um hlýðni og hundafimi einnig kanna hvort Þórhildur Bjartmarz geti séð um að senda deildinni upplýsingar úr spori.  

5.       Erendi frá Þórhildi Bjartmarz. (Fylgiskjal: ___ )
Erendið rætt en ákveðið að það gefist ekki tími fyrir þetta núna en stefnt er að félagsfundi í október með Guðrúnu Gudjonsen eins og hefur verið á skipulaginu áður.

6.       Ræktunardómar ísl. fjárhunda  Guðrún Guðjónsen
Guðrún hefur samþykkt að ræktunardæma íslenska fjárhunda og hefur áhuga á að fræða dómaranema um íslenskan fjárhund.
Hver og einn hundur myndi fá ítarlega umsögn um byggingu og útlit þó án þess að gefin sé einkunn né hundum sé raðað í sæti.
Rætt um gjaldtöku fyrir ræktunardóminn og ákveðið að kanna möguleika á að leiga posa.

7.       Tilnefning DÍF til afrekshunds HRFÍ 2013
Samþykkt að DÍF tilnefni RW-13 ISCh OB-1 Stefsstells Skrúð sem afrekshund ársins til HRFÍ.

8.       Göngunefnd
Ákveðið að hafa samband við nokkra aðila innan deildarinnar og kanna hvort möguleiki sé á að stofna virka göngunefnd.

9.       Bréf frá félagsmanni vegna ættbókaskráningar.  (Fylgiskjal: ___ )
Unnið að málinu, ákvörðun tekin síðar.

10.   Starfsfólk sýningar HRFÍ 7.- 8 . september
Hringt var í félagsmenn til að kanna möguleikann á að fá starfsfólk á sýningu HRFÍ í dyravörslu, miðasölu og fleira þar sem komið er að DÍF að manna slík störf á sýningu HRFÍ.
Mjög vel gekk að manna stöður og jákvætt viðhorf var áberandi meðal félagsmanna sem voru beðnir um að aðstoða deildina.

11.   Deildarsýning 2014
Samþykkt að sækja um deildarsýningu til HRFÍ og kanna hvort Retriverdeildin hafi áhuga á að vera með í að fá dómarann Eivind Mjærum til landsins þar sem hann hefur samþykkt að dæma tvo daga í röð.

12.   Önnur mál

Ljósmyndari sýningar
Deildin hefur áhuga á að eiga myndir af öllum sýndum hundum eftir hverja sýningu bæði hjá DÍF og HRFÍ. Þess vegna er rætt um að kanna möguleikann á að fá áhugaljósmyndara sem sér um að mynda alla sýnda hunda.  

Verðlaunagripur frá Ulvdalens ræktun.
Farandverðlaunagripur sem Ulvdalens ræktun í Svíþjóð gaf til afhendingar til stigahæsta íslenska fjárhund ársins af sýningunum HRFI og DÍF er kominn í leitirnar.
Finna þarf út hvaða ár gripurinn var fyrst afhentur og láta áletra nöfn hunda sem hafa verið stigahæstir síðan þá.

 


Fundi slitið 22:30,  Linda Björk Jónsdóttir
- ritari