Fundargerðir


01.10.2013

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins

Þriðjudagur 1. október 2013
kl: 18:00 – Arnarstöðum

Mættir eru:
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir – formaður
Rúnar Tryggvason – gjaldkeri
Linda Björk Jónsdóttir – ritari
Helga Andrésdóttir
Þorsteinn Thorsteinson – tengiliður HRFÍ

Ágúst Ágústsson er fjarverandi

 

1.       Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fund lesin.

2.       Bréf frá félagsmanni vegna undanþágu ættbókaskráningar. (Fylgiskjal: ___ )
Samþykkt að sækja um undanþágu vegna ættbókaskráningar til HRFÍ

3.       Ræktunarskoðun
Rætt um hvernig ræktunarskoðun fari fram; eyðublöð og annað. Samþykkt að útbúa eyðublað með boxum þar sem hægt er að haka í þar sem við á.
Greiðsla fyrir ræktunarskoðun mun fara fram með millifærslu inn á reikning DÍF, auk þess er mikilvægt að þeir sem skrá hunda sína sendi kvittun til gjaldkera. 
Ákveðið að gjald fyrir þessa skoðun sé 4.500 kr.

4.       Stórhundadagar í Garðheimum.
DÍF tók þátt í þessari uppákomu og vel gekk að manna básinn okkar.

5.       Augnskoðunarmál
Rætt um reglur og gildistíma augnskoðana, ákveðið hefur verið að hafa erindi á ISIC fundinum 2013 varðandi þessi mál.

6.       Erindi frá Ingvild Svorkmo Espelien varðandi Lundahundinn.  (Fylgiskjal: ___ )
Ákveðið að halda fund með Ingvild mánudaginn 8. Október vegna þessa.

7.       Ljósmyndari sýningar.
Enn hefur ekki fundist aðili til að taka myndir af öllum sýndum hundum, leitin að ljósmyndara heldur áfram.

8.       Opið hús
Ákveðið að halda opið hús fyrirhús með Guðrúnu R. Guðjohnsen fimmtudaginn 17. Október þar sem Guðrún verður með fyrirlestur. Ákveðið að bjóða upp á kaffi og meðlæti.

9.       Göngunefnd
Ný göngunefnd hefur verið skipuð, í henni sitja:  Hafdís Ólafsdóttir, Þorbjörg Hjálmarsdóttir, Þórunn Bjarnadóttir, Haraldur Björnsson og Ingibjörg Þengilsdóttir

10.   Dagatal DÍF
Dagatalið er komið vel á veg og vinnan við það næstum búin. Vel gekk að selja auglýsingar í dagatalið.

11.   Póstlisti DÍF
Rætt um að nota póstlistann meira og hvetja félagsmenn til að skrá sig á hann.

12.   Deildarsýning sumarið 2014
Samþykkt að hafa samband við retriverdeild HRFÍ og kanna hvort þau hafi áhuga á að vera með í að fá dómarann Eivind Mjærum til landsins.  

 

 

Fundi slitið 22:17
Linda Björk Jónsdóttir, ritari