Fundargerðir


02.03.2014

Ársfundur DÍF – 2. Mars 2014

Skrifstofa HRFÍ
2 mars 2014
Kl: 20:00
25 mættir á fundinn (að stjórn meðtalinni)


1.       Fundur settur -  stungið upp á Guðna Ágústsyni sem fundarstjórna það var samþykkt.
Lögmæti fundarins kannað. Fundurinn löglegur.

2.       Ársskýrsla stjórnar lesin, Guríður Þorbjörg Valgeirsdóttir formaður DÍF.

3.       Ársreikningar lesnir, Rúnar Tryggvason.
Reikningar samþykktir einróma.

4.       Opnað fyrir spurningar um ársskýrsluna og reikningana

·         Monika benti á að enginn hundur hafi uppfyllt þau skylirði sem sem þarf til að fá fá hlýðnimeistaratitil, heldur væri um að ræða hlýðninafnbót, OB-1.

·         Þórhildur Bjartmarz spyr um ISIC fundinn, hvað hafi verið aðalatriðin sem fram komu á fundinum. Guðríður svarar hvað hafi verið gert á fundinum, m.a. ákvarðanir með heimasíðu ISIC, gagnagrunninn og fleira.
Einnig sagði Guðríður frá því að danir vilja halda íslenska fjárhunda ,,hátíð“  þar sem allt sem við kemur íslenska fjárhundinum yrði á dagskrá. Guðrún útskýrir að það sé til þess að opna hinum almenna félagsmanni starfið í ISIC.
Einnig var rætt um að önnur hver ISIC ráðstefna yfir opin öllum félagsmönnum.
Stefanía spyr hvort ráðstefnan hafi eitthverntíma verið opin öllum, en Guðrún svarar að stundum hafi einungis verið opið á fyrirlestra fyrir fólkið í landinu þar sem ráðstefnan er haldin hverju sinni. 
Elma Cates spyr hvernig vinnan með nýja ræktunarmarkmiðið  gangi. Guðríður svarar því að þetta sé komið örlítið lengra en í fyrra. Elma segir það mjög mikilvægt að ræktendur íslenska fjárhundsins vitu hvernig tegundin eigi að líta út og þess vegna sé mikilvægt að ljúka þeirri vinnu sem fyrst. Guðríður tekur fram að markmiðið verði mjög svipað og það sem nú er í gildi en aðalmunurinn sé sá að það verði skýrara.

·         Stefanía Sigurðardóttir ræðir um skapgerðarmat  og segir frá því að einu sinni hafi ISIC verið að hanna módel fyrir íslenskan fjárhund, umræður um skapgerðarmat og hvolpaskapgerðarmat í framhaldi af því.

·         Guðríður talar um lundahunda verkefnið og segir frá pari sem er til á Íslandi sem er af mjög góðum gæðum samkvæmt Arne Foss dómara. Guðríður segir frá verkefninu þar sem mögulega er stefnt að því að para íslenskar fjárhundstíkur við lundahundsrakka.
Þorsteinn bendir á skoðaðar hafi verið fleiri tegundir en íslenski fjárhundurinn til að nota mögulega í þetta verkefni og Guðríður bendir á að allt verði gert í samstarfi við eigendur, ræktendur og viðeigandi félög. Monika bendir á að íslenski fjárhundurinn hafi verið notaður áður til að bæta norska búhunda stofninn.

5.       Afhending viðurkenningaskjala fyrir stigahæstu hunda og ræktendur ársins.
Stigahæsti hundur ársins: ISCh Snætinda Ísafold
Stigahæsti hundur ársins af gagnstæðu kyni: RW-13 ISCh OB-1 Stefsstells Skrúður
Stigahæsti öldungur ársins: RW-13 C.I.B ISCh Arnarstaða Romsa
Stigahæsti ræktandi ársins: Snætinda ræktun
Stigahæsti hundur ársins – brons: Ístjarnar Tindur
Stigahæsti hundur ársins – hlýðni I: Stefsstells Pía Bella
Stigahæsti hundur ársins – brons: Arnarstaða Þór Þrumugnýr
Stigahæsti hundur ársins – hundafimi: Eldhamars Sunna Sól


6.       Stjórnarkjör.
Þrír stjórnarmenn  ganga úr stjórn; Ágúst Ágústsson , Rúnar Tryggvason og Helga Andrésdóttir.  
Aðeins Helga gefur kost á sér til endurkjörs.
Óskað eftir framboðum á fundinum.
Brynhildur Bjarnardóttir, Sunna Líf Hafþórsdóttir, Margrét Bára Magnúsdóttir og Helga Andrésdóttir gefa kost á sér.

Meðlimir í nýrkjörni stjórn DÍF eru:
Guðríður Þ. Valgeirsdóttir
Helga Andrésdóttir
Linda Björk Jónsdóttir
Brynhildur Bjarnadóttir
Margrét Bára Magnúsdóttir
Þorsteinn Thorsteinson – tengiliður HRFÍ

Önnur mál

·         Þorsteinn Thorsteinson og Linda Björk Jónsdóttir kynna árshefti DÍF fyrir árið 2013 sem deildin stefnir á að gefa út og hafa til sölu. Í blaðinu verður m.a. að finna; úrslit hundasýninga ásamt umsögn um hvern hund, niðurstöður hlýðni-, sporaprófa og hundafimikeppna, yfirlit yfir nýskráningar í ættbók á árinu, niðurstöður heilbrigðisskoðana og greinar um íslenska fjárhundinn.

·         Linda Björk kynnir vefsíðu deildarinnar og hvað hún hefur upp á að bjóða.

Stefanía Sigurðardóttir hefur spurningar um vefsíðu DÍF sem Linda svarar. Umræður um heimasíðuna í kjölfarið. Almenn ánægja meðal félagsmanna með vefsíðuna.

·         Umræður um Mark Watson. Elma Cates leggur til að upplýsingar um hann verði settar á vefsíðu deildarinnar.

·         Umræður um blað Hundaræktarfélagsins; Sám. Vangaveltur um hvort blaðið verði gefið út á prentuðu formi en nú er það einungis gefið út á rafrænu formi. Þorsteinn Thorsteinson leggur til að fundurinn sendi áskorun til HRFÍ um að Sámur verði aftur gefinn út í prentuðu formi. Tillaga Þorsteins um að senda HRFÍ áskorun var samþykkt einróma.

2. Mars 2014
Ársfundur deildar íslenska fjárhundsins skorar á stjórn HRFÍ og félagsmenn alla að hefja aftur útgáfu á Sámi, - blaði HRFÍ á prentuðu formi.

·         Elma Cates ræðir mikilvægi þess að fara með hvolpa í hvolpaskóla.

·         Monika Karlsdóttir kemur með tillögu um að halda dag íslenska fjárhundsins, þar sem væru haldin t.d hlýðnipróf (opin próf), kynningar og fleira. Einnig kynnir hún bók sína um erfðir spora sem hægt er að kaupa hjá henni.

·         Helga Finnsdóttir talar um útlits hundsins okkar í dag og þá sérstaklega skott hundsins.  Hún leggur inn áskorun til DÍF að taka myndir af skottum eins og þau eiga að vera og setja á borð allra dómara sem dæma íslenska fjárhundinn á hundasýningum.  
Umræður í kjölfarið.

·         Þórhildur Bjartmarz bendir á snyrtingu á hundum á síðustu sýningu, að þeir hafi verið áberandi mikið snyrtir.  Hún spyr fundinn hvort þetta sé stefnan hjá íslenska fjárhundinum á sýningum. Jóninna Hjartardóttir tekur undir orð Þórhildar og segist vera ósátt við þessa nýju þróun í snyrtingamálum.  Guðrún Gudjonsen tekur undir orð þeirra beggja og segir íslenska fjárhundinn ekki tilheyra svokölluðum „trim tegundum“ og eigi að vera sýndur í náttúrulegu ásigkomulagi með góðan feld sem þolir öll veður.  Guðrún skorar á félagsmenn að hætta að kippa hunda sína og segir að hún myndi lækka einkunn í ræktunardóm ef hundur sem hún væri að dæma væri of mikið snyrtur.

Fundi slitið 22:50

 

Linda Björk Jónsdóttir
-ritari DÍF