Fundargerðir


10.07.2014

 

Stjórnarfundur 10. júlí 2014 – haldinn á Arnarstöðum 

 Mættir: Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir, Helga Andrésdóttir, Linda B. Jónsdóttir,

             Margrét Bára Magnúsdóttir og Þorsteinn Thorsteinson.

 

1.     Deildarfréttir. 

     Teknir saman punktar fyrir deildarfréttir í næsta Sám og segja frá:

Ársheftinu, æfingabúðunum á Snæfellsnesi, þátttöku á Sunnlenska       sveitadeginum, deildarsýningunni – Reykjavík winner sýningu HRFÍ,  bæklingnum um íslenskan fjárhund,  kynning ísl. fjárhunda á landsmóti hestamanna á Hellu og  pokunum (töskunni) sem framleiddir voru fyrir deildina

og eru til sölu.

 

2.     FCI – glærur   Texti og myndir.

 

3.     Úrslit sýninganna 21. og 22. júní 2014 .

 

4.     Bæklingur um íslenskan fjárhund.

     Stjórn sammála að vel hafi tekist til.

 

5.     Kynning á landsmóti hestamanna 3. og 5. júlí 2014.

     Tókst í alla staði mjög vel. Mikill áhugi fyrir íslenskum fjárhundum.

 

6  Erindi frá félagsmanni sbr. fylgiskjal   dif 7 -14

 

7. Pörunarbeiðnir:  Málið í góðum farvegi hjá Helgu Andrésdóttur og Margréti       Báru Magnúsdóttur.

 

Önnur mál:

Pokar til útlanda -  verð og póstburðargjald.

Umræður um póstlistann.

Samþykkt að senda Eivind Mjærum gjöf sem þakklæti v.dómarastarfa á deildarsýningunni. Margrét Bára tók að sér að kaupa gjöfina og senda til hans.

 

 Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir