Fundargerðir


14.04.2015

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins.                               Fundur nr.3

Þriðjudagur 14. apríl 2015.

Maríubaugur, Rvk. Kl. 18.00

 

Mættir eru :

Brynhildur Bjarnadóttir

Linda Björk Jónsdóttir

Margrét Bára Magnúsdóttir

Sunna Líf Hafþórsdóttir

Þorsteinn Thorsteinson.

Helga Andrésdóttir er fjarverandi.

 

1. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

2. ISIC.

Margrét Bára formaður gekk frá samningi við Kríunes um mat og gistingu fyrir ISIC ráðstefnugesti.

Búið að senda upplýsingar til ISIC.

 

3. Deildarsýningin.

Þurfum að athuga með borð og stóla fyrir sýninguna.Ákveðið að bjóða upp á matarmikla súpu og jafnvel eftirrétt.

Margrét Bára athugar með ritara á sýninguna.

Víkingarallý verður á sunnudeginum, bæði barna og fullorðinsflokkur.

Linda gerir auglýsingu .

 

4. Dagatalið.

Gengur ágætlega að rukka ógreidda reikninga. Ákveðið að dagatalsnefnd sjá um að fylgja því eftir  að auglýsingareikningar séu greiddir. Dagatalsnefnd stefnir á að dagatalið 2016 komi út fyrir deildarsýninguna í júní

 

5. Sýningar HRFÍ í maí.

Ákveðið að fá Sunnu Líf til að taka að sér að gera styrktarsamning fyrir verðlaunapeninga og bikara  fyrir allar sýningar út árið 2015.

 

6. Fulltrúaráðsfundurinn 31. mars 2015

Margrét Bára og Helga Andrésdóttir fóru á fundinn fyrir hönd deildarinnar.Bent er á að hægt sé að skrá á allar sýningar  HRFÍ á árinu, núna .Búið er að opna fyrir skráningu á deildarsýninguna í júní. Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ.

 

7. Önnur mál.

Stefnum að því að vera með varning til sölu á deildarsýningunni til að styrkja deildina.

Sunna Líf stingur upp á að láta að gera boli eða peysur með merki deildarinnar.

Ætlum að setja auglýsingu um deildarsýninguna með ársheftinu.

Næsti fundur ákveðinn 28 maí kl. 18.00

Fundi slitið kl. 21.00

F.h. stjórnar

 

Brynhildur Bjarnadóttir – ritari.