Fundargerðir


20.05.2015

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins.             Fundur nr. 4.

Miðvikudagur 20.maí 2015.

Votmúli – kl. 18.30.

 

Mættir eru :

Margrét Bára Magnúsdóttir – formaður.

Brynhildur Bjarnadóttir – ritari.

Linda Björk Jónsdóttir – gjaldkeri.

Helga Andrésdóttir – meðstjórnandi.

Þorsteinn Thorsteinson – tengiliður HRFÍ.

Sunna Líf Hafþórsdóttir – meðstjórnandi ,boðaði forföll.

 

1.  Fb – síða deildarinnar.

Stjórn ákvað að setja nokkrar leikreglur um fb síðuna okkar.

 

2. Bikaramál – samningur við Dýrheima.

Helga og Margrét fóru á fund hjá Dýrheimum. Dýrheimar eru til í að styrkja okkur um ca. 80.000 kr. á ári.

Stjórn ákveður að í ljósi kostnaðar við verðlaunagripi, að framvegis  munu verða verðlaunagripir fyrir 1. sæti í báðum hvolpaflokkum af báðum kynjum. Einnig verða verðlaunagripir fyrir BOB,BOS og BÖT.

Linda Björk  sér um að velja verðlaunagripi.

 

3. Deildarsýningin okkar.

Tombóla á deildarsýningu, Helga Andrésdóttir sér um að skipuleggja hana.

Margrét Bára finnur dýralæknir fyrir sýninguna.

Brynhildur býr til stjörnur fyrir sýninguna, Linda athugar með einkunnarborða og sætisborða. Helga býr rósettur.

Sýningaskrá

Sýningaþjálfun, ath, hvort Sunna geti haft sýningaþjálfun í bænum og ath. með að fá Stefaníu Sigurðardóttur til þess að taka að sér sýningaþjálfun fyrir austan fjall. 500 kr. p. hund sem rennur beint til díf.

Fórum yfir matarmálin.

 

4. Umræða um bláann lit í íslenskum fjárhundi.

Rætt um bláann lit í tegundinni erlendis, blár litur er ekki samkvæmt ræktunarmarkmiðinu.

 

5. Önnur mál.

Samþykkt að setja ræktunarstefnuna frá ISIC á heimasíðuna.

Næsti  fundur verður 15 júní kl. 18.00 .

Fundi slitið 22.00.

F.h. stjórnar – Brynhildur Bjarnadóttir.