Fundargerðir


20.04.2017

 

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins                                                      Fundur nr. 2

Þriðjudagur 20. apríl 2017 kl.18:00

Ásgarður 65

 

Mættir eru:

Margrét Bára Magnúsdóttir – formaður

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir – ritari

Stefanía Sigurðardóttir - meðstjórnandi

Sunna Líf Hafþórsdóttir – meðstjórnandi

Helga Andrésdóttir – gjaldkeri

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir tengiliður

 

 


1.Síðasta fundargerð lesin

Fundargerð 11 (fyrri stjórn) og 1 (núverandi stjórn) lesnar og samþykktar.


2. Breytingar á reglum HRFÍ

Rætt um breytingar á reglum HRFÍ, samkvæmt nýju reglunum fara hundar með E mjaðmir í ræktunarbann. Ákveðið að senda stjórn HRFÍ bréf þar sem óskað er eftir undanþágu fyrir íslenskan fjárhund. Margrét Bára ætlar að hafa samband við HRFÍ og fá upplýsingar um hvenær HRFÍ ætlar að kynna breytingarnar svo að hægt sé að kynna þær fyrir deildarmeðlimum DÍF.


3. Fyrirlestur með Birnu K. Baldursdóttur

Fyrirlestur um starfsemi Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri verður 29. apríl kl. 2 á skrifstofu HRFÍ.


4. Heimasíðan – á döfinni

Það sem þarf að setja inn á heimasíðuna er: Fyrirlesturinn, blóðslóðarnámskeið, 18. júlí, deildarsýningin í ágúst, september sýningin. Sunna ætlar að hnippa í viðburðanefndina.


5. Bikaramál

Stefanía er búin að tala við Royal Canin vegna bikarasamnings og er búin að vera í sambandi við bikaranefndina. Stefanía er búin að fá vilyrði fyrir því að fá lánuð tjöld og búnað fyrir deildarsýninguna og er að vinna í því að útvega verðlaun.


6. Dagatalið

Dagatalsnefnd hefur ekki enn fundað, en ætlar að hittast í næstu viku. Hulda er að vinna í því að fá auglýsingar í dagatalið.

 


7. NKU

Helga las upp lýsinguna á íslenskum fjárhundi (sjá fylgiskjal 2.17). Búið er að finna myndir. Margrét Bára hafði samband við Ulf og bað hann um nánari upplýsingar, en hann hefur ekki svarað, þrátt fyrir ítrekun.


8. Verkefni fyrir finnska klúbbinn

Helga las upp bréf frá finnska klúbbnum, þar sem þeir óska eftir myndum af íslenskum fjárhundum í íslenskri náttúru, helst frá öllum árstíðum. Það þarf að finna myndir fyrir verkefnið.


9. Gjaldkeramálin

Helga þarf að fá undirritaða fundargerð til að fara með í bankann til þess að fá prókúru.


10 Erindi frá félagsmanni

Bréf frá Lindu Laufey Bragadóttur lesið og rætt. Stefanía biður um að það sé bókað að hún hafi ekki séð bréfið fyrr. Stjórn ætlar að svara bréfinu.


11. Myndir af stjórn DÍF á heimasíðu

Rætt um heimasíðu DÍF. Stjórn ætlar að taka sama þau atriði sem þarf að breyta. Ákveða þarf framtíð heimasíðunnar.


12. Blóðslóð Jörgen 

Helga ætlar að hafa samband til að festa tímasetningu.


13. Lat-hunden

Rætt um kaup á Lathunden fyrir deildina. Ræktunarráð DÍF hefur áhuga á að kaupa Lathunden, Helga ætlar að kanna verðið.


14. Önnur mál

Bréf til Hans Ake og eiganda íslenskra fjárhunda í Svíþjóð um augnsjúkdóma (PHTVL/ PHPV) í íslenskum fjárhundum

Búið er svara erindi frá Svíþjóð og Hans Åke, sem hefur ekki svarað enn. Stefanía gerir athugasemd við að hafa séð hvorugt bréfið og vill að bókað sé að hún hafi ekki tekið þátt í ritun þeirra. Margrét Bára tekur það fram að hún hafi sett persónuleg netföng með stjorn@dif.is svo að t-póstar skili sér örugglega, og Arnfríður staðfestir að drög að bréfi til Hans Åke hafi verið sent á öll netföng, m.a. stefsstells@simnet.is.

Sunna stingur upp á að stjórn vekji athygli á tölvupóstum í facebook hópnum.

Rætt um heiðursmerki DÍF.

Rætt um feril mjaðmamyndataka og augnskoðana. Skrifa þarf frétt þar sem þessi atriði eru útskýrð og ítrekað að það þurfi að koma niðurstöðum til HRFÍ og passa að upplýsingar í gagnagrunni DÍF séu réttar.

Stefanía spyr um það hvers vegna nafnbætur detti út þegar hundur er á rakkalista. Hún er ósátt við að titill hunds komi ekki fram á listanum. Samþykkt að láta athuga þetta þegar síðan verður uppfærð.

Rætt um heimasíðu deildarinnar.

Bréf eiganda íslenskra fjárhunda í Svíþjóð um augnsjúkdóma (PHTVL/ PHPV) í íslenskum fjárhundum lesið ásamt svari við því.

Rætt um ræktunarmarkmiðið.

 

Næsti fundur ákveðinn 24. maí, með fyrirvara um að allir komist.

 

Fundi slitið kl. 22:38