Fundargerðir


11.07.2018

2. Stjórnarfundur  11. júlí 2018

Allir mættir í Síðumúla,  fundur kl.15:00

Stefanía les upp fyrri fundargerð og í beinu frh. umræða um skráningaferli tíkarinnar í Kanada.  Helga sendir á stjórn þær uppl. sem hún hefur tekið saman og samþykkt að vinna áfram í þessu.

Stefanía les samantekt um það helsta og störf stjórnar frá lok maí til 10. júlí 2018.

Allir listar hafa verið uppfærðir á réttum tíma, augnskoðun og sýningaúrslit komu inn vikugömul eða allt að því.  Fjallað um augngreiningar og bréf sem stjórn er samþykk um að senda.

Á fundi stjórnar HRFÍ þann 7. júní sl., tilnefndi stjórn Guðríði Þ. Valgeirsdóttur tengilið sinn í stjórn díf til tveggja ára.  Stjórn díf barst póstur frá formanni HRFÍ þann 14. júní 2018.

Stefanía vekur athygli á því að nýrri stjórn hafi gengið vel og að haldið verði áfram að sækja gögn og eigur díf sem vanti upp á. 

Nokkrar HD -niðurstöður skila sér ekki, en þó afgreiddar frá skrifstofu.  Fórum yfir stöðuna og koma allar niðurstöður upp sem núverandi stjórn hefur á heimasíðu díf, strax að loknum fundi.  Biðjumst við velvirðingar á þessum töfum.

Ánægjulegt er að ljósmyndari díf og félagsins, Ágúst Ágústsson,  sendi okkur úrval fallegra mynda af öllum íslensku hundunum á júní sýningum HRFÍ – 9. og 10. júní sl. og frá hvolpasýningu þann 8.júní 2018.  Albúm kom samdægurs frá Ágústi eftir hvern sýningadag á díf fésbókarsíðu deildarinnar.  Stefanía er afar ánægð með þessa vinnu Ágústar og öll stjórnin tekur undir og þakkar Ágústi Ágústssyni.  Þeir hundar sem sækja um nýjan meistaratitil eru:  Snætinda Íslandssól á Gjósku ( ISJCh ), Sunnusteins Einir ( ISCh ),  Sindra Serkur ( ISCh ), og ISCh Laufeyjar Sunna ( C.I.B. ).  RW-18  er C.I.B. ISCh Snætinda Sómi og ISJCh Stemma Rektorsdóttir frá Ólafsvöllum.  Stjórn óskar þessum fallegu fulltrúum, ræktendum þeirra,  eigendum og sýnendum,  innilega til hamingju !  Öll sýningaúrslit má finna á forsíðu dif.is

Dómarar voru Morten Matthes (DK) á INT. Sumarsýningu á sunnudegi og hvolpasýningu á föstudegi, og Sóley Halla Möller á RW- og NKU Norðurl.sýningu á laugardegi.  Snjófells ræktun gaf verðlaunagripi þessu sinni í hvolpaflokkana, færum við Malin Persson þakkir fyrir.

Þá samþykkti stjórn að hafa ræktunarmarkmið tegundarinnar aðgengilegt á heimasíðu, en nú bæði íslenska útgáfu og enska.  FCI gaf nýverið út nýtt og endurbætt ræktunarmarkmið fyrir íslenskan fjárhund nr. 289  Fengum við þær gleðifréttir fyrir skömmu, eða þann 5. júlí sl.

Guðríður Þ. Valgeirsdóttir fundaði með ISIC -exec nefndinni dagana 15.- 17. júní sl. í Finnlandi.  ISIC ráðstefnan í ár verður haldin í Danmörku 26.- 28. okt. og sendir díf tvo fulltrúa að venju, eru það Helga Andrésdóttir og formaður okkar Stefanía Sigurðardóttir.  Ráðstefnan verður opin öllum sem vilja sækja hana.  Á döfinni er vinna að undirbúningi og sér fundur hjá okkur næst varðandi ISIC og skipulag á ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi árið 2019.  

 

Dagur íslenska fjárhundsins 18. júlí 2018

Stefanía og Hrefna funduðu með fulltrúm vinnuhóps, Jórunni Sörensen og Þórhildi Bjartmarz  þann 9. júlí sl.  Er þetta í þriðja sinn sem dagur íslenska hundsins er haldinn hátíðlegur og er kynningarstarf hópsins til fyrirmyndar.  Plakat var gefið út í ár, líkt og síðustu ár, nú með gullfallegri mynd frá Á.Á. af íslenskri fjárhundstík með hvolpinn sinn.  2018 plaköt eru komin í dreifingu víða og í sölu hjá okkur á kr. 1000.- stk.,  (án burðargjalds).   Afláttur er veittur ef keypt eru 5 stk. eða fleiri, þá á kr. 500.- stk.

Ljósmyndasamkeppni er einn hápunkturinn í ár og er í fullum gangi undir yfirskriftinn

BÖRN & HUNDAR  ,,veitt verða vegleg verðlaun á dagskrá viðburða þann 18. júli nk. á cafe Meskí.

                                              ---------- -- ----------

Stjórn díf vonast til að sem flestir hundaeigendur taki við sér og hundar verði sýnilegir um allt land á degi íslenska fjárhundsins, gleðilegan 18. júlí !!

 

Við minnum á tvöfalda útisýningu HRFÍ  24.- 26. ágúst 2018, næstu augnskoðun félagsins sem verður  13.- 15. sept. , og hvetjum ræktendur til að sæðisprófa rakka ef óvíst er um frjósemi þeirra, fyrir pörun.

Farið yfir og skipst á gögnum innan stjórnar og fundi slitið kl. 17:00 – Arna Rúnarsdóttir & Stef.