Vinnubúðir fyrir íslenska fjárhunda

Einstakt tækifæri! - Æfingabúðir fyrir íslenska fjárhunda!

Eins og kynnt var á aðalfundi díf í apríl sl. býður hundaskólinn Hundalíf eigendum íslenskra fjárhunda að koma með hundana sína í æfingabúðir á Snæfelsnesi í byrjun júní.

Á meðal félagsmanna DÍF eru starfandi 3 hundaþjálfarar, þær eru: Brynhildur Inga Einarsdóttir, Monika Karlsdóttir og Þórhildur Bjartmarz. Þær hafa að undanförnu skipulagt væntanlega vinnudaga og ætla sjálfar að vera á staðnum ásamt fleira aðstoðarfólki og gefa góð ráð varðandi ýmiskonar þjálfun.

Dagskráin er svohljóðandi:
Þjálfun og fyrirlestrar miðvikudag 5. júní , fimmtudag 6. júní og föstudag 7. júní.
Þátttaka í fyrrnefndri dagsskrá er ókeypis.

Greitt er fyrir  tjaldstæði eða gistingu í félagsheimilinu Breiðabliki, Eyja- og Miklaholtshreppi. Verð fyrir þessa 3 daga og gistingu í 2 nætur er 15.000 (fyrir pr mann og hund). Stakur dagur kostar 5.000 og gisting 2.000 fyrir nóttina. Örfá pláss eru enn laus.

Skráning til 24. maí
Upplýsingar gefur Þórhildur s. 892-5757 eða hundalif@hundalif.is

Æfingapróf
Laugardaginn 8. júní kl. 13 verður æfingapróf þar sem Monika Karlsdóttir dæmir Bros, VP I og VP II sbr. reglur HRFÍ brons, hlýðni I og hlýðni II. Þátttökugjald er 1500. Ef góð þátttaka verður í þessu prófi verða fleiri dómarar sem koma til að dæma. Æfingaprófið er opið fyrir alla hunda eldri en 9 mánaða gamla.

Síðasti skráningardagur er 3. júní
Upplýsingar gefur Þórhildur s. 892-5757 eða hundalif@hundalif.is