Fundargerðir


08.10.2018

4. Stjórnarfundur 08.10.2018

Allir mættir í Síðumúla – fundur hefst kl.17:00

 

Formaður les upp fyrri fundargerð en gerir svo athugasemd við hana, að samþykkt hafi verið að veita ungliðum stig í stigagjöf díf.  Umræður, og stjórn samþykk að gera heldur viðbætur á heimasíðu þar sem ungliðameistarar og öldungameistarar verði listaðir upp á heimasíðu.  Munum við leita til Lindu B. Jónsdóttur vefsíðuhönnuðar um góða og fallega útfærslu.

Stefanía fer einnig yfir það helsta í starfi frá síðasta fundi.

Vel gekk að manna fyrir díf þáttöku okkar að þessu sinni við uppsetningu og frágang sýninganna í ágúst.  

Ágústsýningar HRFÍ voru glæsilegar að vanda og áttum við sólríka daga á sýningunum á Víðistaðatúni, Hafnarfirði, 24.- 26. ágúst sl.  Gjósku ræktun gaf verðlaun í báða hvolpaflokka að þessu sinni og færum við Örnu Rúnarsdóttur þakkir fyrir. Arna tók einnig ljósmyndir á hvolpasýningunni.

Laufeyjar Sigurskúfur Frá Dverghamri var sannarlega fulltrúi tegundarinnar þessa sýningahelgi : 

Besti hundur tegundar á NKU Norðurlandasýningu, Besti ungliði tegundar og Besti ungliði sýningar einnig. Besti hundur tegundar og Besti ungliði tegundar á Alþj. Sumarsýningu á sunnudegi. 

Dómarar voru Jörgen Hindse (DK) á hvolpasýningu og NKU Norðurl. sýningu á laugardegi og 

Frank Christiansen (NO) á Alþj. Sumarsýningu á sunnudegi.  Ljósm. sýningar var Ágúst Ágústsson.

Þeir hundar sem sækja um nýjan meistaratitil eru:  Laufeyjar Sigurskúfur Frá Dverghamri ( ISJCh ), Stefsstells Aska Snælist ( ISJCh ) og Stemma Rektorsdóttir frá Ólafsvöllum ( ISCh ).

 Stjórn óskar þessum fallegu fulltrúum, ræktendum þeirra,  eigendum og sýnendum,  innilega til hamingju !  Öll sýningaúrslit má finna á forsíðu dif.is

 

Dagana 13.-15. sept. var augnskoðað á vegum HRFÍ í Síðumúla - Jens Kai Knudsen dýralæknir.  

Augnlisti var uppfærður á réttum tíma og talsverð aukning á rakkalista í kjölfarið, sem er afar gleðilegt.

 

Helgina 6. -og 7. okt. tók díf þátt í Stórhundadögum Garðheima sem gekk vel og þökkum við öllum þeim sem komu þar að kynningu með hundana sína, kærlega !

Stefanía les bréf sem borist hafa til stjórnar og þeim svarað.

Uppfærsla frá Íslandi í gagnagrunn ISIC  -  Helga Andrésdóttir stjórnarmaður í ræktunarráði díf gaf kost á sér í verkefni að uppfærslum íslenskra gota í umsjá Guðna Ágústssonar fyrrum formanns díf sem heldur utan um gagnagrunn ISIC.  Stjórn samþykkir. 

Umfjöllun um regluverk ISIC og ræktunardeilda sambandsins. Stjórnarsamþykkt er fyrir því að stjórn díf tilnefni áfram,  sem og hingað til,  sína fulltrúa í nefndir ISIC sem og á þing ráðstefnunnar ár hvert.

ISIC skýrsla að verða tilbúin frá díf, og rædd. Helga Andésdóttir hefur unnið skýrsluna og er hún vel unnin og stjórnarmenn ánægðir með hana. 

Stjórn tilnefnir Guðríði Þorbjörgu Valgeirsdóttur sinn tengil og Íslands í ISIC executive Committee fyrir komandi ISIC ráðstefnu nú í lok október 2018,  hún er okkar fulltrúi þar og endurskoðast frá árinu 2015.          Stjórn samþykk tillögu Guðríðar að leita til Guðna varðandi glærukynningu á ensku á endurbættu ræktunarmarkmiði fyrir ISIC 2018  og að Stefanía Sigurðardóttir formaður taki að sér kynninguna.

Stjórn hefur ákveðið að ISIC ráðstefna árið 2019 verði haldin á sama tíma hér á Íslandi á næsta ári, þ.e.a.s. á hefðbundnum tíma ráðstefnunnar sem er síðasta helgi október mánaðar.

Stjórnarsamþykkt er einnig fyrir deildarsýningu sem haldin verði sér, þá ( utan ISIC ráðstefnu ),  á öðrum tíma og sem sérsýning deildar íslenska fjárhundsins á 40 ára afmælisári deildarinnar.

Opið hús deildarinnar um ræktunarmálefni verður haldið fljótlega ( 10. nóv. á laugardegi er til skoðunar en verður auglýst.  

Önnur mál.   

Hundurinn Hnokki sem er hreinræktaður en utan ættbókar, samþykkt að aðstoða Guðný Höllu og í frh. að sækja um undanþágu fyrir þann hund í augnskoðun í skráningarferlinu, til HRFÍ.

Fundi slitið kl. 20:30 – Stefanía Sigurðardóttir formaður.