Fundargerðir


07.02.2019

Allar mættar kl. 16:00,  Arna Rúnars. er ekki mætt.

Fundur í Síðumúla 15,  hefst kl. 16:20 og mættar eru Stefanía, Hrefna, Helga, Guðný Halla og Guðríður.

 

Stefanía les fyrri fundargerð

Umræður um ISIC, samstarfshóp um gagnagrunninn og Stefanía ætlar að senda á stjórn fundargerð ISIC 2018

Bikaranefnd fundaði 3. feb. sl. Undirbúningur fyrir Norðurljósa sýningu HRFÍ - Stefanía og Helga A. búnar að hitta Soffíu og samningur í gildi við Royal, Herdís Tómasdóttir ( Ditta okkar ) Kirkjufells ræktun ætlar að gefa í eldri hvolpaflokk í febrúar og Stefanía Sig. Stefsstells ræktun í yngri flokk.

Stjórn samþykk því að staðfesta Ölfushöllina fyrir deildarsýninguna 19. maí nk.  Viðræður eru einnig í gangi við Jörgen Metzdorff hvort hann komist til að vera með fyrirlestur um spor eftir sýninguna.

Dagatal díf ber sig mjög vel, góð skil það sem af er ári.

Ákveðið að halda ársfund deildarinnar á skriftofunni þann 27. feb. nk. kl. 20:00, Stefanía sér um að senda tilkynningar.

Stjórn díf skrifar bréf til stjórnar HRFÍ þar sem beðið er um undanþágu fyrir íslenska hundinn Hnokka f.d. 28.08.2008 í augnskoðun félagsins nú seinna í feb. mánuði, en stjórn díf styður einróma þetta ferli og að hundurinn komist í ættbók HRFÍ.  Hnokki er í eigu Guðnýjar Höllu Gunnlaugsdóttur.

Þessum fundi verður svo framhaldið í Kríunesi en þessu lokið héðan úr Síðumúla um kl. 19:00 og Guðríður kveður fundinn.

Stjórn skoðaði aðstöðuna í Kríunesi og snæddi saman að því loknu.  Búið er að ákveða Kríunes fyrir ráðstefnu ISIC og gesti hennar í okt. nk.

 

Stefanía Sigurðardóttir formaður