Fundargerðir


11.06.2020

 

 

Ársskýrsla lögð fram á ársfundi deildarinnar þann 11. júní 2020

 

 

Stjórn díf

Stefanía Sigurðardóttir, formaður

Hrefna Sigfúsdóttir, ritari

Ragnhildur Sigurðardóttir, gjaldkeri

Helga Andrésdóttir, meðstjórnandi

Guðný Halla Gunnlaugsdóttir, meðstjórnandi

Tengiliður stjórnar HRFÍ er Guðríður Þ. Valgeirsdóttir

 

Ræktunarráð

Helga Andrésdóttir

Ragnhildur Sigurðardóttir

Stefanía Sigurðardóttir

uuuttt

 

Dagatalsnefnd

Stefanía H. Sigurðardóttir

Ágúst Ágústsson

 

Bikaranefnd

Jóninna Hjartardóttir

Kristín P. Birgisdóttir

Stefanía Sigurðardóttir

 

Umsjón með starfshópi. Dagur íslenska fjárhundsins -18. júlí

Þórhildur Bjartmarz

 

Data-responsible fyrir gagnagrunn ISIC

Guðni Ágústsson

 

Umsjón með heimasíðu deildarinnar

Stefanía Sigurðardóttir

 

Hönnuður síðu og vefumsjón

Linda Björk Jónsdóttir

 

Stjórnarfundir

Ársfundur 2019  var haldinn 27. febrúar á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15.  Á þessum fundi hætti Arna Rúnarsdóttir eftir eitt ár í starfi í stjórn díf og í hennar stað kom Ragnhildur Sigurðardóttir. Stefanía Sigurðardóttir og Hrefna Sigfúsdóttir voru endurkjörnar. Stjórnarfundir á árinu voru 11 talsins, á tímabilinu  7. feb. -4. des. og eru fundargerðir allar aðgengilegar á heimasíðu.

 

Ræktunarráð

Stjórn díf ákvað að vinna að formlegri viðurkenningu íslenska fjárhundsins við The Kennel Club. Helgu Andrésdóttur var falið að safna upplýsingum um alla íslenska hunda á Bretlandseyjum til undirbúnings formlegri umsókn.  Alls fundust níu hundar á lífi en átta komu til samstarfs við díf í þetta verkefni. Afrit af ættbókum, allar uppl. um eigendur, myndir o.fl. eru að berast. Hundarnir eru flestir frá Íslandi, 1 rakki frá Þýskalandi og 1 tík frá Frakklandi. Verkefnið er í ferli.

Sýnataka fór vel af stað hjá okkur í DNA rannsókn sem unnin er með Animal Health Trust, en hún miðast að leit að því geni sem orsakar Post. Pol. Cataract.  Einungis er eftir að ná sýni úr einum sýktum hundi og beðið er eftir opnun í Bretlandi svo unnt sé að skoða hvort fleiri sýni kunni að vanta og þá aðeins úr heilbrigðum hundum.  Á Íslandi eru nú fjórir sýktir hundar með þessa greiningu ( post. pol. cataract ) og eru þrjú sýni farin af stað, einn bíður sýnatöku.

Stjórn og ræktunarráð hefur vaxandi áhyggjur af auknum geldingum á ungum rökkum í landinu og af upplýsingaskorti um frjóa íslenska fjárhunda á ræktunaraldri.                                                                            
Stjórn samþykkti beiðni frá ræktunarráði díf á stjórnarfundi sínum þann  4.des. 2019 að það yrði

 

farið af stað með verkefni til þess að kortleggja stofnstærð íslenska fjárhundsins á Íslandi í samvinnu við HRFÍ, þar sem séð verði til þess að erfðaefni hundsins muni varðveitast til framtíðar. Stjórn samþykkti að Ragnhildur Sigurðardóttir verði verkefnastjóri þessa verkefnis.

Viðurkenning FCI ættbóka frá Íslandi hjá kanadíska CKC.  En þar eru ættbækur viðurkenndar frá öllum öðrum aðildarfélögum innan FCI, nema frá HRFÍ. Stjórnarsamþykkt er fyrir því að skrifa stjórn HRFÍ bréf með beiðni um að félagið hefji viðræður við kanadíska klúbbinn um að ættbækur frá Íslandi fáist viðurkenndar. ( 4. des. 2019 ).

 Við viljum enn vekja athygli á að augnskoðun sem framkvæmd er eftir 7 ára aldur gildir ævilangt að því tilskyldu að undaneldishundur hafi tvisvar áður verið augnskoðaður án athugasemda eða augnsjúkdóma,  (sbr. beiðni frá díf 15.01.2018).  Höldum við um þá rakka og tíkur sem hafa ævilanga augnskoðun á þar til gerðum lista sem bíður birtingar á heimasíðunni.

www.dif.is er aðalsíða deildarinnar

Þar má finna gagnagrunn díf, og hvetur stjórn alla eigendur og ræktendur íslenskra fjárhunda að senda okkur inn myndir fyrir gagnagrunninn á netfangið vefur@dif.is  Heimasíðan heldur úti lifandi síðu yfir heilbrigði, sýningarúrslit, þjónustar hvolpalista fyrir ræktendur og margt fleira.

Öll erindi til stjórnar óskast send á stjórnarpóst stjorn@dif.is  eða til einstakra stjórnarmanna. 

 

Ræktun

Á árinu 2019 voru 29 got skráð og 130 íslenskir hvolpar ættbókarfærðir hjá HRFÍ, meðaltal 4.48 hvolpur per got. Til samanburðar voru 33 got skráð árið 2018 og 146 hvolpar ættbókarfærðir þá sem var jafnframt metár í ræktun íslenskra fjárhunda.  Einn rakki var fluttur til landsins frá Svíþjóð á árinu 2019.

Heilbrigði

36 hundar fóru í mjaðmamyndatöku 2019

A   22 hundar

B  8 hundar

C   5  hundar

D  1 hundar

E – enginn

HRFÍ stóð fyrir fjórum augnskoðunum á árinu 2019, í feb., maí, sept., og nóv.

90 hundar fóru í augnskoðun og þar af 84 hundar án athugasemda.

Greind tilfelli voru 6, og eru með eftirfarandi athugasemdir :

6 hundar með PHTVL/PHPV Grad 1

 

Dagur íslenska hundsins

18. júlí 2019 var haldinn hátíðlegur að venju.  Á 40 ára afmælisári var hann kynntur vel með myndum og auglýsingum þar sem Íslandshundavinurinn og fyrrum forsetafrú Dorrit Moussaieff sat fyrir með nokkrum af stigahæstu hundum díf 2019. Þetta vakti athygli og viðtöl fylgdu í kjölfarið við Stefaníu Sigurðardóttur formann díf og Þórhildi Bjartmarz fyrrum formann HRFÍ sem er í forsvari fyrir deginum.

Þjóðarhundurinn í Árbæjarsafni var vel skipulögð kynning af starfshópnum þar sem Stefanía var fengin til að gefa góða lýsingu á öllum helsu litaafbrigðum íslenska fjárhundsins og litarheitunum hans. Í góðu veðri tókst vel til og streymdi fólk að og hundarnir stóðu sig vel. Eftir kynninguna gerðu eigendur íslenskra hunda sig og sína hunda sýninlega víða um land.

ISIC    

Dagana 26. og 27. október hélt ISIC sína 24. ráðstefnu í Skálholti.  Stefanía fundaði í formannahópnum ásamt Guðríði tengilið Íslands sem einnig situr í framkvæmdarnefnd ISIC. Ragnhildur og Helga funduðu í ræktunarhópnum. Herdís Hallmarsdóttir var fundarstjóri.     
Fyrirlesarar á opinni dagskrá ISIC 2019 voru Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir frá díf og Pieter Oliehoek frá ráðgjafafyrirtæki sínu í Hollandi sem heitir Dogs Global. Pieter kynnti þjónustu fyrirtækisins og svaraði ýmsum fyrirspurnum gesta. Ragnhildur kynnti rannsóknarverkefni díf sem þá var í undirbúningi og varðar það rannsókn á stofnstærð íslenska fjárhundsins og verndun erfðafjölbreytileika hans.

Dogs Global hefur áhuga á að yfirtaka gagnagrunn ISIC og selja aðildafélögum þess sína þjónustu. Þrátt fyrir að hugsanlegur samningur milli ISIC og Dogs Global hafi ekki verið boðaður á dagskrá ISIC fundarins þá reyndi framkvæmdastjórn ISIC að þrýsta því í gegn á fundinum. 

Dogs Global hefur verið afhentur aðgangur að ISIC gagnagrunninum og verði samningur staðfestur við fyrirtækið mun ISIC gagnagrunnurinn vera felldur niður og ræktendur svo og allt áhugafólk um íslenskan fjárhund mun þá þurfa að greiða fyrir aðgang og upplýsingar, að frátöldu mjög einföldu viðmóti, hjá þessu hollenska fyrirtæki.

Svo virtist sem að meirihluti fulltrúa annara aðildalanda ISIC á þessu þingi hafi verið hlynntur því að ganga til samninga en endanlegt samkomulag strandaði þó einnig á því að enginn samningur var tilbúinn.  Að hálfu Íslands var ekki eining um að ganga í þessa samninga.

Almenn ánægja var um fundarstaðinn og utanumhald ráðstefnunnar og aðstæður allar í Skálholti. Veður var fallegt og ekki skemmdu norðurljósasýningarnar sem birtust bæði kvöldin.

Sameiginlegur afmæliskvöldverður og boðsdinner ISIC fulltrúa hjá díf var auglýstur og opinn öllum félagsmönnum. Eftir vel heppnaða helgi var ljúft að setjast niður og eiga góða kvöldstund. Kynnisferðir sóttu ráðstefnugesti í Skálholt að lokinni ráðstefnu og var farin skoðunarferð um Suðurland og Reykjanes með viðkomu á Ólafsvöllum á afmælisdeginum þar sem frú Sigríðar Pétursdóttur var minnst.  Í garðinum var falleg athöfn þar sem allir tókust í hendur og Stefanía færði gestum gjöf frá díf í tiefni 40 ára afmælis. Það er barmnæla sem er til í takmörkuðu magni og til sölu hjá díf á kr. 1.500.-   Rútubílstjóri Kynnisferða stóð sig afar vel og farstjórn hans

frábær, til gaman má geta að sá ágæti maður er sonur stjórnarkonunnar Helgu Andrésdóttur. Erlendu gestirnir okkar gistu flestir í Keflavík síðustu nóttina og fór því afar vel á því að hafa afmælishófið á veitingastaðnum Vitanum í Sandgerði.

 

Bikaranefnd

Nefndin fundaði fjórum sinnum á árinu, auk ferða sinna vegna bikara.  Nýjar starfsreglur stjórnar taka gildi í upphafi sýningaárs 2020 varðandi umgengni á farandbikurum díf á HRFÍ sýningum. Vegna slælegra skila á bikurum í eigu DÍF undanfarin ár hefur stjórn ákveðið að frá og með 01.01.2020 verði bikurum skilað strax eftir verðlaunaafhendingu og myndatöku og þeir hafðir í vörslu bikaranefndar á milli ára. Stjórnarsamþykkt frá 21.06.2019.

                                                                                            
Biðjum við handhafa farandbikara díf að ganga ávallt vel um gripina.

Bestu þakkir til þeirra ræktenda sem hafa gefið verlaun í hvolpaflokkana á sýningum ársins.

Stefsstells ræktun

Kirkjufells ræktun

Smalaskála ræktun

Dranga ræktun

Stjörnuljósa ræktun

Laufeyjar ræktun

Gerplu ræktun

Færum við Soffíu í Dýrheimum sérstakar þakkir fyrir verðmætan stuðning við starf okkar á árinu.

 

Dagatalsnefnd

Dagatal díf kom út í desember og er þetta í 23. skiptið. Upplagið var 1.200 eintök og Oddi sá um prentun. Auglýsingasala gekk vel og ræktendum boðið óbreytt verð sem er hálfur renningur á kr. 35.000 og heill á kr. 70.000.-   Afhent eru 25 stk. með hálfum renning og 50 stk. með heilum.  

Ath., hægt er að senda inn góða mynd, eða myndir allt árið um kring á netfang dagatalsnefndar, dagatal@dif.is eða til stjórnar stjorn@dif.is  Saman tryggjum við áframhaldandi útgáfu.

Eldri dagatöl hafa verið gefin á kynningum, s.s. í Garðheimum, þar sem díf tekur þátt í Stórhundadögum Garðheima.

 

 

Sýningar 2019 

Díf var með sérsýningu á árinu. Deildarsýning í Ölfushöll, Ingólfshvoli þann 19. maí 2019   Dómari sýningar var Rony Doedijns frá Hollandi.  56 hundar voru skráðir til dóms.

Í aðdraganda sýningar voru sýningaþjálfanir vikulega, frá 19. apríl – 16. maí  á Selfossi og í Rvk. Bikaranefnd hafði frumkvæði að því að hóa saman því dugnaðarfólki sem hafði áhuga á að aðstoða við undirbúning sýningarinnar og var öllu fylgt vel eftir á sýningunni.

Hringstjóri sýningar var Soffía Kwaszenko. Hringstjóri í collecthring var Stefanía H. Sigurðardóttir
Ritari sýningar var Sara María Jóhannsdóttir
Sýningastjóri og þulur sýningar : Ragnhildur Sigurðardóttir
Ljósmyndari sýningar : Ágúst Ágústsson

 

BESTI HUNDUR SÝNINGAR - Stefsstells Dranga Komma IS23303/17
BESTI HUNDUR SÝNINGAR AF GAGNSTÆÐU KYNI - ISCh ISJCh RW-17 Sunnusteins Einir IS21764/16

Stefsstells Dranga Komma er ræktuð af Stefaníu Sigurðardóttur og er í eigu Hrefnu Sigfúsdóttur og Ágústar Ágústssonar.  Sýnendur hennar voru Linda Björk Jónsd.  og Sigurður Edgar Andersen.

BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR – Dranga Húnbogi IS14769/10

BESTI UNGLIÐI SÝNINGARKolsholts Þengill IS25318/18

BESTI hvolpur sýningar : Sunnusteins Kötlugígur

BESTA ungviði sýningar : Píla frá Ólafsvöllum

BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR : Stjörnuljósa Pálfríður IS17444/12 með afkvæmum

BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR : Laufeyjar ræktun

                ____________________________________

 

HRFÍ stóð fyrir sex hundasýningum á árinu 2019 og díf félagar komu að frágangi ágústsýninga. Seinni afmælissýning HRFÍ þá sýningahelgi endaði ógleymanlega á BIS sigri ISCh ISJCh NLM RW-17 Sunnusteins Einis. Varð hann Besti hundur sýningar þann 25. ágúst 2019. Ræktandi hans er Þorsteinn Thorsteinson. Eigandi og sýnandi Linda Björk Jónsdóttir.  Dómari : Karl Erik Johansson Þá var það móðir Einis sem sló taktinn í BIS hringnum deginum áður. Varð Sunnusteins Árdís Besti öldungur sýningar þann 24. ágúst 2019 á Víðistaðatúni, Hafnarfirði.                                                            
Á WinterWonderland  sýningu HRFÍ áttum við annan BIS fulltrúa, Laufeyjar Álfgrímur sigraði þá sýningu. Varð hann Besti hundur sýningar þann 24. nóv. 2019.  Ræktandi hans og eigandi er Linda Laufey Bragadóttir. Sýnandi Fanney Rún Ólafsdóttir. Dómari : Kurt Nilsson  

     
Stórglæsileg framganga íslenskra fjárhunda á síðasta sýningaári á fallegum sýningum Díf og HRFÍ Sömuleiðis er það okkur heiður að hafa getað boðið upp á jafn virtan dómara á afmælisári.

 

 

Stigahæstu hundar og stigahæsti ræktandi ársins hjá díf 2019

                                                                                                                

Stigahæsti hundur ársins, þriðja árið í röð er Sunnusteins Einir   -2017  -2018  -2019                                     Stigahæsti hundur ársins af gagnstæðu kyni er Stefsstells Dranga Komma

Stigahæsti öldungur ársins er Sunnusteins Árdís                    
Stigahæsti öldungur
ársins af gagnstæðu kyni er Arnarstaða Nagli

Stigahæsti ræktunarhundur ársins fyrir afkvæmahóp er Stjörnuljósa Pálfríður 4 stig

Stigahæsti ræktandi ársins er Stefanía Sigurðardóttir / Stefsstells ræktun  8 stig 

 

                                         Stigahæstu rakkar díf 2019

                   1.  C.I.B. ISCh ISJCh NLM RW-17 Sunnusteins Einir  -66 stig

                   2.  ISCh ISJCh RW-19 Laufeyjar Sigurskúfur Frá Dverghamri  -31 stig

                   3.  ISCh Laufeyjar Álfgrímur  -25 stig

                   4.  ISCh ISJCh Snætinda Klettur  -6 stig

 

                                           Stigahæstu tíkur díf 2019    

                   1.  ISCh Stefsstells Dranga Komma  -20 stig

                   2.  ISCh ISJCh RW-18  Stemma Rektorsdóttir frá Ólafsvöllum  -15 stig

                   3.  ISJCh Snætinda Íslandssól á Gjósku  -14 stig

                   4.  ISCh RW-17 RW-19 Fagrahvamms Ásynja  -12 stig

   

                                             Stigahæstu öldungar díf 2019        

                   1.   ISVetCh ISCh RW-15 Sunnusteins Árdís  -51 stig

                   2.   ISVetCh C.I.B. ISCh RW-14 RW-16 Arnarstaða Nagli  -25 stig

                   3.  Dranga Húnbogi  -6 stig

                   4.  Leiru Eva  -3 stig      

                                      

       Deildin mun veita viðurkenningar og heiðra einstaka persónur og hunda ársins 2019

 

 

C.I.B. - Alþjóðlegur meistari á árinu 2019

Sunnusteins Einir

Laufeyjar Sunna

 

ISCh - Íslenskur meistari á árinu 2019

Stefsstells Dranga Komma

Laufeyjar Sigurskúfur Frá Dverghamri

Laufeyjar Álfgrímur

Snætinda Klettur

 

ISJCh - Ungliðameistari á árinu 2019

Kolsholts Þengill

Stjörnuljósa Skarta

 

ISVetCh – Öldungameistari á árinu 2019

Sunnusteins Árdís

Arnarstaða Nagli

 

NLM – Norðurljósameistari á árinu 2019

Sunnusteins Einir

 

Nýr íslenskur sýningadómari á íslenskan fjárhund :

Þorbjörg Ásta Leifsdóttir

 

 

Breytingar á stigagjöf díf tóku gildi fyrir sýningaárið 2019 eins og fram hefur komið í síðustu fundargerð ársins 2018. Er um að ræða breytingar fyrir deildarsýningar sem eru eftirfarandi : Besti rakki/tík, 1.sæti 7 stig, 2.sæti 6 stig, 3.sæti 5 stig, 4.sæti 4 stig., BISS 2 stig (til viðbótar), alls 9 stig. BOSS 1 stig (til viðbótar), alls 8 stig.  Besti öldungur sýningar 6 stig, Besti öldungur af gagnstæðu kyni 5 stig, besti öldungur rakki/ tík, 1. sæti 5 stig, 2.sæti 4 stig, 3. sæti 3 stig og 4. sæti 2 stig.  Ræktunar- og afkvæmahópar : 1. sæti 4 stig, 2.sæti 3 stig, 3 sæti 2 stig, 4. sæti 1 stig., í hópum er engin breyting á fjölda stiga, breytingin hér er sú að þessi stig eru líka veitt fyrir afkvæmahópa með heiðursverðlaun á deildarsýningu, var áður aðeins fyrir ræktunarhópa. Samræmi aukið í stigafjölda.

Stefnt er að því að sækja um deildarsýningu fyrir árið 2021

 

 

 

 

Fyrir hönd stjórnar minnar vil ég þakka samfylgdina á viðburðarríku fertugasta afmælisári deildarinnar með ykkur,  á flottu starfsári stjórnar díf 2019

        

11. júní 2020

 

 

________________________________________________

Stefanía Sigurðardóttir formaður