Fundargerðir


27.02.2022

 

 

Ársfundur Dreildar íslenska fjárhundsins 27. feb.  2022 í Sólheimakoti 

Í stjórn eru
Stefanía Sigurðardóttir formaður, Bergrós Gísladóttir gjaldkeri, Helga Andrésdóttir ritari og meðstjórnandi Malin M. Persson, 

Stefanía Sigurðardóttir setti fundinn kl. 17:00 og óskar eftir að Ragnhildur Sigurðardóttir verði fundarstjóri.
Særún Gréta ritar fundinn, en Sóley Ragna Ragnarsdóttir tengiliður HRFÍ við Díf hafði boðað forföll.


Dagskrá fundar:

1. Ársskýrsla DÍF
2. Ársreikningar DÍF
3. Stjórnarkjör
       kaffi
4. Önnur mál
Stigahæstu hundar og ræktendur ársins heiðraðir.

 

Fundarstjóri segir að lögmæti fundarins hafi verið kannið og rétt sé til hans boðað, lýsir hann lögmætann. Kynnir fyrsta dagskárlið og gefur formanni orðið.

1. Ársskýrsla DÍF

Stefanía Sigurðardóttir les skýrslu stjórnar, hún óskar eftir að fyrirspurnir um hana komi þar strax á eftir. Hún tekur fram að ársskýrslan hafi verið birt á heimasíðu deildarinnar undir liðnum, fundargerðir, degi fyrir ársfund.
Fundarstjóri opnaði fyrir spurningar og umræður. Skýrslan inniheldur svör við einni spurningu er barst. Ársskýrsla samþykkt af fundargestum.

Fundarstjóri kynnir næsta dagskrárlið og gefur gjaldkera orðið.

2. Ársreikningar DÍF

Bergrós Gísladóttir, gjaldkeri DÍF, les yfir ársreikninga deildarinnar sem voru samþykktir án
athugasemda.

3. Stjórnarkjör

Að þessu sinni ganga eftirtaldir úr stjórn:
Bergrós Gísladóttir, Helga Andrésdóttir og Malin M. Persson
Allar gefa kost á sér áfram til stjórnarstarfa fyrir díf. Allar hlutu endurkjör og þvi þurfti ekki að kjósa, enda engin mótframboð.

Formaður biður um orðið og óskar þeim Helgu, Rósu og Malin til hamingju með endurkjörið. Eitt sæti er ómannað í stjórn til eins árs, engin framboð. Formaður óskar þá eftir að Ragnhildur Sigurðardóttir taki það sæti til að halda áfram verkefnum síðan hún datt óvænt út úr stjórn díf á ársfundi 2020. Samþykktu allir með lófataki.

Fundarstjóri þakkar traustið og segir að þá sé komið kaffihlé næstu 20 mín.

4. Önnur mál

Umræður úr sal og spurning borist til stjórnar segir fundarstjóri um afstöðu stjórnar til Dogs global og hvar ISIC standi varðandi samninga um gagnagrunninn ? Helga svarar því að nú sé ekki mikil eining um Dogs global og vitnar í síðustu ISIC ráðstefnu í Noregi. Þá sé talsvert um skekkjur,vitlaust skráða hunda og tvískráða.
Stefanía bendir á að enginn starfhæfur samningur sé við ISIC.

Guðni Ágústsson segir samninginn á sínum tíma ekki hafa verið góðan, Dogs global fékk tvisvar sinnum á ári uppfærslu frá okkur, allt frítt. En svo var rukkað og allir í ISIC fóru í mínus. Ragnhildur tekur undir og segir að stjórnir um allan heim setji inn á ISIC gagnagrunn mikilvægar uppl. um tegundina, ekki í hagnaðarskyni.

Linda Björk Jónsdóttir skilaði þónokkrum farandbikurum og spurði um hvort mikið af bikuum hefði týnst ?
Stefanía segir stöðuna nokkuð góða en nýjar umgengnisreglur um farandbikara deildarinnar voru nýsamþykktar af stjórn þegar covid skall á svo nú komi það í ljós á næstu misserum vonandi hver raunveruleg staða se. Díf á farand-bikararsett á fimm sýningar á sýningaári, þá fyrir utan farand-bikarasett á Deildarsýningu DÍF. Deildin beri að jafnaði kostnað við að merkja bikarana og halda þeim við. Þess ber að geta að sumir félagar hafi alltaf gengið vel um gripina, merkt og skilað. Þá segir Stefanía einnig frá þeirri nýbreyttni frá styrktaraðila deildarinnar, Royal Canin, að nú muni þeir ekki gefa fleiri eignarbikara á sýningum félagsins.

Fundarstjóri bendir á að ekki séi mikið fleiri málefni á skrá og veðri fari hratt versnandi. 

STIGAHÆSTU HUNDAR HEIÐRAÐIR, formaður deildarinnar veitir viðurkenningaskjöl deildarinnar skv. stigatöflu DÍF, og gjafir frá RC :

Stigahæsti hundur ársins var ISCh ISJCh Kolsholts Þengill
Stigahæsti hundur ársins af gagnstæðu kyni var NORDIC Ch. ISCh RW-17-19-21 Fagrahvamms Ásynja
Stigahæsti öldungur ársins varCIB ISCh RW-16 Snætinda Vaka
Stigahæsti öldungur ársins af gagnstæðu kyni var CIB ISCh RW-18 Snætinda Sómi
Stigahæstu ræktendur ársins og jafnir stiga : Fagrahvamms- og Snætinda ræktendur
Stigahæsti ræktunarhundur ársins fyrir afkvæmahóp : Stjörnuljósa Ríma 

Fundi slitið kl. 19:30

 

Særún Gréta Hermannsdóttir, ritari ársfundar

·