Fundargerðir


09.12.2010

 

Deildarfundur 9. Desember 2010.

Brúnastaðir, Reykjavík.  Kl. 20:00

Mættir eru Guðni Ágústsson, Rúnar Tryggvason, Elís, Gústi og Helga

 

1.       Síðustu aðgerðir stjórnar.

A.      ISIC ráðstefnan.  Rúnar og Helga segja frá.

Helga talar um að í ræktunarhópnum var talað um augnskoðanir og að þær eru ekki svo mikilvægar fyrir tegundina þar sem augnsjúkdómar eru ekki mjög algengir í tegundinni.  Allir voru sammála að hundar sem eru skoðaðir frá 6 ára aldri á augnskoðun að gilda ævilangt.  Sú sérstaða er á íslandi að ekki er mjög auðvelt að komast í augnskoðun miðað við önnur lönd.  Hér er augnskoðun 3 á ári en önnur lönd hafa frjálsan aðgang.  Stjórn ræðir um hver er besta leiðin til að fá lengri gildistíma augnskoðanna.  Rætt um að skrifa bréf til erlendra dýralækna og fá ráðgjöf (dýralækna sem koma til íslands ásamt öðrum).

Talað um að hafa augnskoðun eins og hún er í dag en eftir 6 ára aldur gildir augnskoðun ævilangt.  Hafa samband við dýralækna og ræða við þá um þennan möguleika.

Rúnar segir að í formanna grúbbunni var rætt um kanadíska klúbbinn og hafði fólk áhyggjur af því að ekkert heyrist frá þeim hvað varðar samstarf með ISIC.  Ítrekað hefur verið reynt að ná sambandi við Valerie Sharp en ekkert gengið.  Áhyggjuefni um framtíð íslenska fjárhundinn í kanada var rætt.  Rúnar gat svarað spurningum um kanadíska klúbbinn og starfsemi hans.  Það er mikið mál fyrir kanadíska klúbbinn að koma sér í fullt samstarf með kanadíska kennel klúbbnum því það þurfa að vera ræktendur í öllum héröðum kanada svo klúbburinn sé tekinn marktæktur í CKC.  Svo er líka áhugaleysi hjá stjórnanda kanadíska klúbbsins að fara í samstarf með ISIC þó svo að áhuginn hafi verið þarna fyrir nokkrum árum.

Eins var líka rætt um að það vantar kennel club agreement milli íslands og kanada.  Helga sagði að það hefði verið hennar seinasta verkefni hjá HRFÍ áður en hún lét af störfum og bréfið var komið í hendur formanns HRFÍ.

Önnur málefni voru margskonar en mest formsatriði.

Næsti ISIC fundur verður haldinn í Hollandi 2011

 

B.      Síðasta HRFÍ sýning uppsetning.  Gústi segir frá

Díf sá um uppsetningu á sýningunni.  Gauja skilar þökkum frá stjórn HRFÍ og fannst allt ganga mjög vel á sýningunni.  Gústi talar um að það hafi gengið vel en nokkrar uppákomur sem voru leystar fljótt og vel. 

 

C.      Dagatalið 2011

Guðni talar um að allt hafi gengið, Elli keyrði dagatölin út til auglýsenda og sendi erlendis til þeirra sem báðu um.  Aðeins talað um verð á dagatalinu sem er 500 kr.  Spurning hvort eigi að hækka verðið örlítið.  Talað um skort á myndum fyrir dagatalsnefnd. Gerð voru 1600 eintök.

 

2.       Niðurstöður úr augnskoðunum

Ekkert athugavert kom úr augnskoðun í þetta sinn.  Arnarstaða Snati er ekki lengur í ræktunarbanni.  Helga fær niðurstöðurnar og ætlar að setja þær í tölvuform og senda okkur. 4 nýjir hundar sem bættust við.

 

3.       HRFÍ/Díf merki

Guðni kemur með nokkrar útgáfur af logói deildarinnar og sýnir deildinni.  Hann heldur áfram að vinna í logoinu og kemur með litaútgáfu á emaili.  Þegar það hefur verið samþykkt verður send fyrirspurn til HRFÍ og fengið leyfi fyrir notkun á lógóinu. 

 

4.       USA – HRFÍ

Guðrún Guðjóns er að fara til Bandaríkjanna og mennta 50 dómara um íslenska fjárhundinn.  Stjórnin er ánægð með það en furðar sig á því að deildin fær ekki að taka þátt í því starfi og ekki allir sem vissu af þessu. 

 

5.       Jólaverkefni stjórnarinnar

Ræktunarmarkmiðið – Íslenska og enska

Íslenska markmiðið yfir jólin og bera við enska markmiðið.  Guðni ætlar að senda okkur nýjustu útgáfurnar og Gaua ætlar líka að senda okkur vinnuplaggið sem hún gerði ásamt Sigríði P. 

 

6.       Önnur mál

Engin uppfærsla komin frá Þorstein tölvumanni HRFÍ fyrir gagngrunn á Iseyjar síðuna.

 

 

Fundi slitið 22:30