Fundargerðir


11.04.2012

Fundur 11. Apríl 2012. Klukkan 20:30

Síðumúla 15

Mættir eru Ágúst Ágústsson, Rúnar Tryggvason, Unnur Sveinsdóttir og Guðríður Valgeirsdóttir.

 

Fundur v. Ársfundar 17. Apríl

 

1.       Ársfundur og Ársskýrsla árið 2011

Það vantar hvolpafjölda ársins í skýrsluna.  Ákveðið að best væri að fá þær tölur frá skrifstofu HRFÍ þar sem það vantar seinustu 1 – 2 mánuði í gagnagrunn DÍF.  Það er ekki hægt að fá uppfærslu í gagnagrunninn strax vegna vandræða með nýja tölvukerfið hjá HRFÍ.

Ágúst, Rúnar og Helga eru í endurkjöri og bjóða sig fram aftur.  Monika ætlar að segja sig úr stjórn vegna heilsu.  Það eru því 4 sæti í endurkjöri þetta árið.  3 sæti til 2 ára og 1 sæti til 1 árs.

Helga og Ágúst vinna að því sem tengist ISIC fundinum.

Ársreikningar deildarinnar eru tilbúnir og fara til Bergþóru endurskoðanda 14. Apríl.  Hún hefur ekki verið í bænum svo hún hefur ekki haft tíma til að fara yfir reikningana okkar.  Reikningarnir verða tilbúnir um sömu helgi.

Það sem stendur uppúr á árinu eru sýningin, opnu húsin og útilegan.  Annað sem fer í skýrsluna eru almenn störf stjórnar og heilbrigðisniðurstöður.

 

2.       Samantekt. Fjöldi stjórnarfunda, hvolpafjöldi, augnskoðanir, mjaðmaniðurstöður og fl.

Rúnar tekur til gögn um fundi og heimasíðuna, Helga sér um augnskoðanir og mjaðmamyndaniðurstöður og sendir til Ágústs.

 

3.       Ársfundurinn, fundarstjóri, kökur og kaffi?

Stjórn biður Guðríði Valgeirsdóttur um að stýra ársfundinum fyrir okkur aftur, hún samþykkir það.

 

Stjórn ræðir hvort það sé þörf á fyrirlesara/kynningu á ársfundinum í ár.  Seinustu ár hafa fundirnir verið að lengjast örlítið og fólk hefur talað um að það vilji spjalla sín á milli.  Opnu húsin sem deildin hefur verið að halda er frekar vettvangur þar sem fyrirlestrar og kynningar ættu að vera haldnir.  Því ákveðið að hafa engan fyrirlesara þetta árið.

 

Unnur tekur að sér að sjá um veitingar og kaffi fyrir ársfundinn.

 

Rúnar nefnir hvort ekki eigi að verðlauna stigahæsta vinnuhund ársins eins og var rætt á fundi fyrr á árinu.  Stuttur tími til stefnu og því ákveðið að veita viðurkenningarskjal þetta árið.  Rúnar og Monika hafa samband við vinnuhundadeild og íþróttadeild og sjá hvaða íslensku fjárhundar hafa verið að keppa á árinu.

 

4.       Önnur mál

Aðeins rætt um deildarsýninguna og hvernig hún gekk fyrir sig.   Guðríður var ósátt með hægagang hjá dómara og þegar reynt var að flýta örlítið fyrir að þá slakaði hún verulega á kröfum sem hún setti í gæðadóm hunda í byrjun sýningar.  Einnig vill hún sjá hæðarmælingu gerða á hundum á næstu deildarsýningu.  Stjórn er sammála um að það sé komin þörf á að hæðarmæla.  Rúnar nefnir að ef einhverra hluta vegna dómari sjái sér ekki fært að hæðarmæla hvort það sé ekki hægt að bjóða dómaranemum hér á íslandi að æfa sig og jafnvel hæðarmæla á sýningunni fyrir okkur.  Mikilvægt fyrir okkur að fá þessar tölur og halda utan um þær.

 

Fundi lokið 22:15