Fundargerðir


17.03.2013

 Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins

Sunnudagur 17. Mars 2013
kl: 20:00 – húsnæði HRFÍ.

Mættir eru:

Ágúst Ágústsson - formaður
Rúnar Tryggvason – gjaldkeri
Linda Björk Jónsdóttir - ritari
Unnur Sveinsdóttir
Helga Andrésdóttir
Guðríður Valgeirsdóttir – tengiliður HRFÍ

1.        Fundargerð síðasta stjórnarfundar.

a.        Hundar í sýnatöku vegna verkefnis. Þarf að finna hunda. Ákveðið að hafa samband við dýralækna og kanna kostnað. Samþykkt að DÍF borgi útlagðan kostnað.

2.        Deildarsýning 13. Júlí 2013

a.        Talað um svæði fyrir sýninguna. Hugmyndir um að skoða fleiri svæði heldur en Snæfellsnes.
Talað um að skoða Guðmundarlund, Fannahlíð og fleiri svæði – Ákveðið að skoða hvað svæðin hafa upp á að bjóða.

b.        Starfsfólk sýningar – búið að tala við Lilju Dóru.

c.        Reyna að fá styrki fyrir númeraskilti.

d.        Sækja um leyfi til MAST til að halda hundasýningu.

3.        Unnur sér um bikaramál.

4.        Ársfundur

a.        Þarf að finna fundarstjóra

5.        Önnur mál

a.        Augnskoðun – setja útskýringar á vefsíðuna um hvern augnsjúkdóm fyrir sig.

b.        Lenging augnvottorða  - sækja um að eftir að hundur verður fullra 6 ára gildi augnvottottorðið að eilífu. 

c.        Sækja um til HRFI að breyta reglum um ræktun fyrir íslenskan fjárhund. Núverandi reglur segja að það sé bannað að rækta undan hundum sem greinast með arfgengt cataract, hins vegar er víða talið að óhætt sé að rækta undan sumum afbrigðum cataracts þrátt fyrir að þau séu arfgeng.





Fundi slitið 22:30

Linda Björk Jónsdóttir, ritari DÍF