Fundargerðir


22.01.2015

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins.

Fimmtudaginn  22. janúar  2015.

Maríubaugur, Reykjavík kl. 17.35.

 

Mættir eru :

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir – formaður.

Brynhildur Bjarnadóttir – ritari.

Helga Andrésdóttir – meðstjórnandi.

Linda Björk Jónsdóttir – meðstjórnandi.

Þorsteinn Thorsteinsson – tengiliður HRFÍ.

Fjarverandi, Margrét Bára Magnúsdóttir – gjaldkeri.

 

1. Fundargerð frá 7. des . lesin og samþykkt.

2. Ákveðið að taka þátt í stórhundadögum í Garðheimum  14 og 15. mars. ,auglýst verður eftir fólki til að manna bás.

3. Tilkynna ISIC EXE – daga og staðsetningu.

Verið er að leita að heppilegum stað.

4. Reikningar vegna dagatals.

Gjaldkeri fjarverandi. Verður gert skil á næsta fundi.

5. Ræktunarstefna.

Ræktunarstefnan rann út 2008. Farið verður yfir eldri ræktunarstefnu og ræktunarráðleggingar ISIC.

6. Pörunarbeiðnir.

2 nýjar pörunarbeiðnir. Fjölmargar beiðnir hafa borist á starfsárinu. Mikil vinna liggur á bak við úrvinnslu hverrar beiðnar.

7. Fréttir af ársheftinu.

Dýrheimar kaupa allar auglýsingar í ársheftinu. Þar af leiðandi verður öllum félögum í DÍF sent ársheftið þeim að kostnaðarlausu.

Verið er að vinna efni í ársheftið.

8. Önnur mál.

Erindi frá ritstjóra námsgagnastofnunnar vegna myndbirtinga. S.b.r. fylgiskjal nr. 01.15.

Linda var með kynningu á hvað er undir Víkingasveitarflipa á heimasíðunni.

Bæta við í rakkalistann, augnskoðun án athugasemda eða augnskoðun með athugasemd.

Senda umsókn um lengingu á gildistíma augnskoðunnar.

 

Fundi slitið kl. 19.40.

F.h. stjórnar.

 

Brynhildur Bjarnadóttir – ritari.