Fundargerðir


15.10.2015

Stjórnarfundur deildar íslenska fjárhundsins.                                                              Fundur nr.9

Mánudagur 15.okt.2015

Maríubaugur kl.20.10

 

Mættir eru:

Margrét Bára Magnúsdóttir-formaður.

Brynhildur Bjarnadóttir-ritari

Linda Björk Jónsdóttir-gjaldkeri.

Helga Andrésdóttir-meðstjórnandi.

Sunna Líf Hafþórsdóttir-meðstjórnandi.

Þorsteinn Thorsteinson-tengiliður HRFÍ.

 

1. Fundargerð fundarins frá 1.okt lesin og samþykkt.

2.ISIC ráðstefnan.

Ræddum hvað þarf að gera á lokametrunum.Fórum yfir dagskrá ISIC fundanna.Bjóðumst til þess að sækja þátttakendur á BSÍ og keyra þá í Kríunes.Stjórn díf fer fram á að stjórn ISICexec skili fundargerð fljótlega eftir hvern fund.Stjórn díf vill að það sé alltaf fulltrúi frá Íslandi í ISICexec.Stungið upp á Guðríði Þorbjörgu Valgeirsdóttur- samþykkt einróma.Margrét Bára Magnúsdóttir formaður mun hafa samband við Guðríði og kanna hvort hún hafi áhuga á að taka það að sér.

3.Dómari fyrir deildarsýningu.

Kosið að fá Hans Åke.

4.Umsókn um deildarsýningu.

Frestað þar til næsti fundur verður.

5.Erindi frá félagsmanni- sjá fylgiskjal nr. 15.10.15.

Margrét Bára formaðu svarar.

6, Erindi frá félagsmanni- sjá fylgiskjal nr.15.1.10.15

7. Önnur mál.

Ákveðið að kanna áhuga deildarfélaga fyrir taumgöngum.

 

Fundi slitið kl. 00.20.

F.h. stjórnar

Brynhildur Bjarnadóttir-ritari.