Fundargerðir


28.04.2008

Kl 20:00

Mættir: Ágúst Ágústsson, Elís E. Stefánsson, Guðni Ágústsson, Helga Andrésdóttir og Þorsteinn Thorsteinson.
Guðríður Þ. Valgeirsdóttir hefur boðað forföll.

Dagskrá:

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Guðni leggur til óbreytt hlutverkaskipti innan stjórnar og er það samþykkt.

2. Ræktunarmarkmið íslenska fjárhundsins hjá AKC /ISAA

3. Pörunarbeiðni

Pörunarbeiðni tekin fyrir og afgreidd

4. Áheyrnarfulltrúi HRFÍ í stjórn DÍF

Á ársfundi DÍF var stjórninni falið að hafa samband við HRFÍ vegna áheyrnarfulltrúans og að reglur félagsins varðandi hann verði skilgreindar betur. Umræður eru um málið og hvaða spurninga á að spyrja stjórn HRFÍ varðandi fulltrúann, hvert er t.d. hlutverk hans? Af hverju var reglum félagsins breytt og fulltrúinn upphaflega skipaður? Finnst stjórn HRFÍ þörf á þessum fulltrúa í dag? Á fulltrúinn alltaf að vera stjórnarmaður í HRFÍ? 

Í daglegu starfi finnst stjórn DÍF ekki þörf á að fulltrúi stjórnar HRFÍ sitji í stjórn deildarinnar en stjórn DÍF finnst það þó ekki óeðlilegt að náin tengsl séu milli stjórna HRFÍ og DÍF enda er um að ræða þjóðarhund Íslands, íslenska fjárhundinn. Sjálfsagt mál væri t.d. að hafa þá reglu að senda stjórn HRFÍ fundargerðir eftir hvern stjórnarfund í DÍF. Stjórn DÍF vill taka fram að þessi umræða snúist á engan hátt um sitjandi fulltrúa HRFÍ í stjórn DÍF. 

5. Fulltrúaráðsfundur HRFÍ

Annað kvöld verður fulltrúaráðsfundur hjá HRFÍ. Guðni kemst líklega ekki en Helga getur mætt á fundinn fyrir hönd deildarinnar ef Guðni kemst ekki.

6. Íslenski fjárhundurinn í Vegahandbókinni 2008-2009

Sérstök myndasíða verður í Vegahandbókinni um íslenska fjárhundinn en Búnaðarsamband Íslands sér um síðuna en myndirnar koma allar frá DÍF.

7. Veggspjald Búnaðarsambands Íslands með myndum af íslenska fjárhundinum

Guðni upplýsir að deildin muni fá tækifæri til að fara yfir myndir og myndtexta áður en veggspjaldið verður fullbúið fyrir prentun. Ágúst muni fara yfir skurð á myndum á veggspjaldinu og Helga mun þýða textann yfir á ensku.

Fundi slitið kl. 23:21